Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1909, Page 80

Skírnir - 01.12.1909, Page 80
368 Erlend tiðindi. Danmörk. Þess var getið síðast að ráðuneyti Holsteins Hleiðrugreifa var sett á laggirnar og mátti að vísu við því búast, að það yrði langlífara en rauu varð á, því bæði hafði hann bjarg- að Dönum út úr fáránlegum ráðaneytisvandræðum, leitt hervirkja- málið til lykta, og svo er Holstein greifi bæði vellauðugur og mikilhæfur maður. Þetta fór þó á alt annan veg, því 21. október lysti þing Dana vautrausti sínu á ráðuneytinu og sagði þá Hol- steiu þegar af sór ráöherrastörfum. Kom þetta öllum óvænt. Tildrög þessa voru þau, að Holstein greifi þóttist í þingræðu sinni einskis styrks hafa notið frá flokk hægri manna, er hann myndaði ráðuneytið, hvorki hafa um hánn beðið eða þarfnast hans og gerði fremur lítið úr flokki þeirra. Hægrimeun höfðu litið á þetta alt annan veg. Eftir því sem milligöngumenn höfðu sk/rt þeim frá, hafði Hollstein bæði leitað fylgis þeirra og sett ákveðin skilyrði frá sinni hálfu, sem hægrimenn gengu að mestu að, þó að þeim tæki sárt að slaka svo mjög til í landvarnarmálinu sem þeir gerðu. I'rátt fyrir alt þótti þeim sem nauður ræki til þessa, því antiars var engin s/nileg leið til þess að ráða landvarnarmálinu til lykta, er þingt'lokkar voru svo mjög suttdraðir. Flokkutinn áleit, að Holstein hefðí myndað ráðuneytið með styrk hægrimanna og kornið landvarttarmálinu einkum fram fyrir lipurð og tilslökun þeirra. Kon.u þeim því ummæli hans óvænt og grömdust þau mjög. Leituðu talsmenn þeirra á þingi að miðla málum og fá Holstein til þess að draga úr ummælum sínum, en móti von þeirra sveigði hann hvergi til, svo ætla má, að hontim hafi verið ókunn- ugt um álit og ráðagjörðir hægrimanna, er 'ráðuneytið komst á. Hafa þá milligöngumennirnir valdið þessum misskilningi öllum. Hvernig svo sem þessu er varið þá urðu hægrimenn æfir, gengu i bandalag við jafnaðarmenn og gjörbótamenn og samþyktu van- traustsyfirlysingu með meiri hluta atkvæða. Allar horfur voru á því, er þessi óvæntu vandræði bar að höndum, að ekki gengi nú betur með ráðuneytisskipunina en fyr. Enginu þingflokkur hafði svo yfirtökin, að einfær væri um að mynda n/tt ráðuneyti, svo alt virtist ætla á ringulreið, sem ekki yrði ráðið fram úr nema með þingrofi og n/jum kosningum. Það greiddist þó fljótar úr þessu en á horfðist og næsta ólíklega, því 27. október komst nytc ráðuneyti á laggirnar og það úr fámenn- asta þingflokknum, flokki gjöibótamanna, sem ekki hafði nema einum 15 hræðum á að skipa á þingi. Foringi flokksins, mála- flutningsmaður C. Th. Zahle, varð forsætisráðberra og valdi hann

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.