Skírnir - 01.12.1909, Blaðsíða 90
ísland 1909.
Þing o g s t j ó r n. Þing stóð yfir frá 15. febrúar til 8. maí
•og varð þannig hið lengsta, er sögur fara af. — En það tafði nokk-
uð fyrir störfum þingsins, að ráðherraskifti urðu eftir þingsetningu.
23. febrúar var samþykt vantraustsyfirlýsing á hendur Hannesi
ráðherra Hafstein í neðri deild þings, og er meiri hluti efri deild-
ar hafði lýst því yfir, að hann væri þeirri yfirlýsingu samþykkur,
bað ráðherra. meiri hluta þingsins að tilnefna eftirmann sinn. Það
var gert 24. febrúar, og var til nefndur Björn Jónsson ritstjóri,
þingmaður Barðstrendinga. Því næst símaði ráðherra lausnarbeiðni
sína til konungs og svo það, hvern þingið benti á til þess að taka
við ráðherrastöðunni. — En 28. febrúar kemur svar konungs þess
efnis, að hann boðar á sinn fund alla forseta þingsins, þá Björn
Jónsson, forseta í sam. þingi, Hannes Þorsteinsson, forseta n. d. og
Kristján Jónsson forseta e. d., til skrafs og ráðagerða. Fóru þeir
utan 21. marz, en 30. marz skipaði kor.ungur Björn Jónsson ráð-
herra.
Á páskadagskvöld (11. apr.) kom ráðherra og forsetarnir tveir
•með honum, aftur til landsins, og var þá strax eftir páskana tekið
til óspiltra málanna á þingi. — Þingstörf höfðu gengið tregt til
iþessa.
Aðalhlutverk þingsins átti að vera, að skera úr því,
hvert samband íslands og Datimerkur ætti að vera, svo að
islenzka þjóðin mætti vel við una. — Stjórnin hafði iagt fyrir
þingið sambandslagafrumvarp millilandanefndarinnar óbreytt, og fyr-
ir því varð Hannes Hafstein að víkja úr ráðherrastöðunni. Enda
voru gerðar svo gagngerðar breytingar á því frumvarpi, að ekki einu
sinni nafnið varð sameiginlegt með því og frumvarpi því, sem þing-
iið samdi. Þetta frumvarp þingsins varð ekki samþykt til fullnustu
fyr en 7. maí, og skal hór ekki lagður neinn dómur á úrslitin.
Tvö önnur þýðingarmikil lagafrumvörp samþykti þingið: um