Skírnir - 01.12.1909, Side 91
ísland 1909.
379
aöflutningsbann á áfengi og um stofnun háskóla íslands. En
ekki veitti það neitt fé til háskólans. — Ennfr. má nefna: lög um
almennan ellistyrk, um vátryggingar fiskiskipa, um sóknargjöld —
hver maður og kona 15 ára og eldri, sem ekki er í söfnuði utan
þjóðkirkjunnar, gjaldi 2,25 kr. sóknargjald. Þá ákvað þingið að
reynt skyldi að ná beinum samgöngum við Þyzkaland og veitti fó
til þess að hafa viðskiftaráðunauta erlendis.
Sambands-samningsfrumvarp þingsins var lagt fyrir ríkisþingið
danska, en þykir þar óalandi og óferjandi að sinni. Annars stað-
festi konungur öll lög, er afgreidd voru frá þinginu.
Siðast í aprílmánuði (þ. 26.) skipaði ráðherra þriirirja manna
nefnd til þess að rannsaka allan hag Landsbankans. Ut af
þessu reyndu stjórnarandstæðingar á þingi að gera aðsúg að ráð-
herra og fá hann ávíttan fyrir þessa ráðstöfun. Var atlagan greidd
í efri deitd þingsins, en fór svo, að deildin h;sti trausti sínu á ráð-
herra. — I rannsóknarnefnd þessa voru skipaðir þeir Indriði Einars-
son skrifstofustjóri, Karl Einarsson cand. juris og Ólafur Daníelsson
nú. dr. phil. En síðar (1. okt.) varð sú breyting á nefnd þessari,
að þeir Indriði og Ólafur fengu lausn úr henni vegna annara anna,
en þeir Magnús Sigurðsson yfirréttarmálaflutningsmaður og Ólafur
G. Eyjólfsson verzlunarskólastjóri voru skipaðir í hana í þeirra stað.
22. uóvember var allri bankastjórn Landsbankans vikið frá, fyrir-
varalaust. En áður, síðast í júní, hafði framkvæmdarstjóra
bankans, Tryggva Gunnarssyni verið sagt upp þeirri stöðu frá 1.
jan. 1910. — Nú var skipaður framkvæmdarstjóri bankans, Björn
Kristjánsson kaupmaður og gæzlustjórar þeir Karl Einarsson og
Magnús Sigurðsson til bráðabirgða. En þeir (K. og M.) létu af
því starfi fljótlega vegna annríkis í rannsóknarnefndinni, sem enn
hafði ekki lokið störfum sínum. Þá voru þeir skipaðir gæzlustjórar
Hannes Þorsteinsson ritstjóri og Jón Hermannsson skrifstofustjóri.
Fornmenjar mjög merkar fann Daniel Bruun í Brimtress-
landi við Eyjafjörð. — Gróf hann þar upp gamlan grafreit og fann
leifar af 13 beinagrindum í nokkrum gröfum. — Sumir karlmenn-
irnir höfðu verið heygðir með hundi sínum og hesti, og fundust
leifar af 4 hundum og 7 hestum. Maður hafði verið heygður
þar í 20 feta löngum og 5 feta breiðum sexæringi. — Bátslagið
sást af nöglum og spítnaleifum. 2 spjót fundu3t þar, járnhnífar
og leifar af hnökkum og beizlum. — Skrautgripir fundust nokkrir