Skírnir - 01.12.1909, Page 92
380
Island 1909.
er heygðir höfðu verið rueð kveiilíkuœ. Einnig höfðu /ms búsáhöld
verið látin fylgja húsfreyjum í gröfina og lyklar. — Bruun þykist
og hafa fundið þar leifar af búningum úr smágerðura ullardúkum.
Hyggur Bruun, að grafreitur þessi hafi verið notaður í heiðni,
alt frá landnámstíð og til þess er kristni var lögtekin og telur
hann til Ufsa á Ufsaströnd.
Nýtt blað var byrjað að gefa út á ísafirði 24. febrúar.
Nefnist það »Dagur«, en ritstjóri er Guðmundur Guðmundsson
skáld.
Safnahúsið í Reykjavík var vígt 28. apríl.
Hornsteij'nn heilsuhælisins á Vifilsstöðum var lagður 31. maí.
Húsið reist í oktober.
Styrktarsjóður læknaskólans í Reykjavík var stofnaður
af nemendum skólans á þessu ári. Myndast sjóðurinn af árstillög-
um nemenda og þeirra íslenzkra lækna, er vilja styrkja hann. —
Ætlunarverk sjóðsins er að styðja til framhaldsmentunar utanlands-
kandídata frá læknaskólanum. — Sjóðurinn tekur til starfa, er
vextirnir nema 2000 krónum.
Prestastefna var haldin á Þingvelli dagana 2.—4. júlí.
Hafskipabryggja hefir verið bygð í Stykkishólmi. Hún
var vígð 18. júlí.
Tíðarfar hefir verið aíbragðs gott þetta ár. — Veturinn
mjög mildur og voraði snemma, enda byrjaði sláttur um land alt
einni til tveim vikum fyrr en í venjulegu árferði, og þótt vel ári.
— Sumarið miklu heitara en undanfarið, og þó með talsverðri vætu,
enda grasvöxtur meiri miklu þetta sumar en undanfarin ár. En