Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1909, Page 94

Skírnir - 01.12.1909, Page 94
382 Island 1909. að hætta margir, eða að minka við sig. Allur aflinn nú eins og 3 á móti 4 í fyrra. Fá íslenzk skip voru höfð við hringnótaveiðar, en reknetaveiðar innlendra manna tókust yfirleitt illa. V e r z 1 u n i u batnar lítið. Yextir í bönkum lækkuðu þó um V2% í janúarmánuði, og síðar enn um %%. Peningavandræðin ekki eins mikil og næstliðið ár, þótt, varla hafi mátt verra vera. Útlit fyrir. að enn muni rætast nokkuð úr, er Landsbankinn er aftur kominn í gott gengi með auknu fjármágni, sem síðasta þing gerði ráðstafanir til að honum yrði útvegað, og ráðherra hefir samið um lán á. — Útlendar vörur, því nær allar, hafa hækkað í verði og er það sérstaklega tilfinnanlegt á matvörunni. — Yerð á ull varð talsvert hærra en síðastliðið ár, hæst 90 aura pundið. — Hrossamarkaður sömuleiðis miklu betri en undanfarið. — Smjör- markaður góður er að myndast á Euglandi; verð um 90 aura pundið, eða hærra jafnvel. — En kjötmarkaðurinn er slæmur, 50 —60 kr. tunnan, öllu verri en í fyrra. Er helzt útlit fyrir, að aldrei fáist viðunanlegur markaður fyrir saltkjöt, sízt fastur. — Fiskur hefir enn fallið í verði að miklum mun. Jafnvel lítt seljan- legur nema úrvalsfiskur. 50—60 kr. mest fyrir valinn málsfisk. Síldarverðið hefir verið mjög á reiki, frá 10 upp í 20 kr. tunnan; það er talsvert betra en í fyrra. H e i 1 s u f a r hefir yfirleitt verið gott þetta ár. Helzt hefir verið kvillasamt í Húnavatnssýslu og Strandasýslu. Kíghósti og barnaveiki stungið sér niður hór og hvar. — Botnlangabólga gerir talsvert meira vart við sig nú en áður hefir verið, og hafa einkann- lega verið mikil brögð að henni í Reykjavík upp á síðkastið, þótt hún hafi ekki drepið marga. Nokkur mannalát og slys: 4. jan. lézt Sigurður bóndi Nikulásson í Þykkvabæjarklaustri. í janúar Guðmundur læknir Scheving í Hólmavík. 8. febr. Pjetur V. Bjering verzlunarmaður í Reykjavík. 20. apríl Sigurður Jónsson fangavörður í Reykjavík.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.