Fjölnir - 02.01.1835, Page 73

Fjölnir - 02.01.1835, Page 73
91 inn að Islendíngi, J>ví hann heíir verið her yfir 30 ár; þekkir hann nákvæmlega landið, og ber lanzmönnum gott orð, enda unna honum allir, sem við hann hafa kynnst, og Jtykir mikið í hann varið. Sýna það mörg hanns fyritæki, að hann lætur ser ekki miður hugað um frainfarir lanzins enn góður Islendíngur; (við vituin allir að eínginn verzlunarmaður heíir betur og skilvís- legar starfað í bókasölum fyrir fjelag vort enn liann). Trjáplöntunar- og garðjrkju - tilraunir hanns eru mikilvægar, og hefir hann (tað til launa, að geta kennt öðrurn, hvað í jiessum hlut er tiltækilegast. Hann hefir fengið 1200 trjá- plöntur frá Danmörku, og látið hlaða gerði kríngum þann stað er þær voru niðursettar, enn ekki lifðu þær er bezt vegnaði lengur enn þrjú ár, og eru nú allar dauðar, enda liöfðu sumar verið komnar í ólag, þegar honum fluttust þær. Ekki segir hann kuldann geta orðið trjánum að eíns miklu fjörtjóni her á lamli eínsog snjókýngið, sem bælir niður limarnar og leggur trjeð að jörðu niður, og líka saggann og kuldann í jörðunni meðan stendur á klaka, áður enn hún nær að búa um sig að fullu sem fyrir hvurju trje tekur so lángan tíma; ræður hann jþví fyrst og fremst, að velja þann stað til trjáplöntunar, sein minnst eru snjóalög og saggasemi. Islenzkar viðarteg- undir verða affarabeztar bæði her og hjá j)or- láki í Skriðu: birki og víðir og eínkanlega reínir. I Húsavík er eítt reínitrje, sem er orðið — ég

x

Fjölnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjölnir
https://timarit.is/publication/61

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.