Ný félagsrit - 01.01.1860, Page 37
FERDASAGA UR ÞyZKALANDI.
37
Eg hitti svo vel á þegar eg kom til Möbiusar, en eg gekk
þangab raklei&is frá járnbrautinni, aí) hann og kona hans
v<5ru ferbbúin ab fara í lystigarb sem þar er (der Kuh-
thurm), a& heyra á hljúösöngva (Concert) sem stúdentar
Quttu. þafe var vitaskuid a& eg fór meb. þar var mesti
fjöLdi manna, nærfelt allir kennarar vi& háskólann, og þar
á me&al fa&ir Möbiusar, sem er kennari í stjörnufræ&i vi&
háskólann, og hélt fyrir skemstu 50 ára hátí& í minníng
þess, aö hann var& kennari vi& háskólann 1809; þar
var og fjöldi af stúdentum og mesta gle&i, og undi eg
nú bezt æíi minnar, sí&an eg kom í land, því bæ&i er
gar&rinn gullfallegr og sönghúsiö, og súngiö hi& bezta1.
þá daga sem eg var í Leipzig leiddi Möbius mig ávallt
vi& hönd sér, og sýndi mér allt hva& þar er merkilegt,
háskólann, bókhlö&urnar, en hann er sjáifr bókavörör, og
vóru þar mörg dýrmæt handrit. Borgin liggr á sléttum
völlum a& austanver&u vi& ána Elster, sem rennr a&
sunnan frá Fichtelfjöllum, og er áin einsog síki, og nær-
felt straumlaus, og eru sléttir vellir kríngum borgina svo
langt sem auga& eygir. Á þessum völlum, sern vel má
líkja vife völlinn Vígrife, stób hin mesta fólkorusta, sem
sögur ganga af, sífean a& Húnar og Atli konúngr og
Völsúngar vóru á dögum. 1 orustunni vi& Leipzig (16—19.
Okt. 1813) vóru nærfelt hálf milljón vopnaöra manna á
einum velli, og mannfalli& er talib um 100,000 manna,
og er þa& ærinn valköstr. Á völlunum a& sunnanver&u
vi& bæinn stendr Napoleonssteinn, þar sem Napoleon var
einn dag orustunnar. Garnlir menn og mi&aldra muna
enn þessa vo&alegu daga, og húsin eru ví&a þakin kúlum,
sem menn láta standa til menja. Ytir vígvöllinn, e&r mikinn
*) söngskóli í Leipzig er ágætr, sí&an Mendelson var þar.