Ný félagsrit - 01.01.1860, Síða 38
38
FEKDASAGA UR þvZKALAENDI-
hluta hans, |>ví enginn eygir yfir hann allan, sést bezt
frá stjörnuturninum; en þar býr faöir Möbiusar. Enginn
fær lltib yfir vígvöll þenna, án þess ab hugsa um
skapadöm þann, sem ofríki og ójafnaör leibir yfir mestu
menn. Á þremr dögum hrundi nifer til grunna herbálkr
sá, sem Napoleon hafbi gyrt um öll lönd, og herfjötur
sá spratt, sem hann haf&i sett á allar þjóbir á megin-
landinu; Frakkland strauk htir um blóbuga skör, því auk
hins mikla mannfalls, þá var nú upptækt og hernuma
allt þab setulib, sem Napoleon hafbi á öllum vígjum og
köstulum um allt þýzkaland, sem er talib a& hafi veri&
um 80,000 manna. Á hinn bóginn blöndu&u flestar
þýzkar þjó&ir bló&i saman á völlunum vi& Leipzig, og
úngir menn jafnt sem gamlir minnast á frelsisstrí& sitt
1813, eins og á þjó^arhátíö.
I grend vi& Leipzig, vi& Breitenfeld, var og mikil
orusta um haustib 1631, og þar vann Gustav Adolph
frægan sigr. I orustu þeirri var varla meir en tíundi
hluti hers vi& hina sí&ari orustu, en hún var þó jafn-
afdrifamikil, því án hennar mundi pápiskan a& öllum
líkindum hafa geysa& aptr í almætti sínu yfir frumlönd
si&abótarinnar.
I Leipzig — eg má ekki gleyma því — er Gellert
okkar gó&i grafinn, sem vi& þekkjum af Vinagle&i og
ö&rum ritum. Anna&, sem eg ver& a& nefna, er Auer-
bachskjallari (Auerbachskeller) J>a& er sögn manna, a&
Dr. Faust hafi ri&i& gandrei& á víntunnu út úr sal þessum.
Eptir þessari sögu hefir þjó&skáldi& Goethe ort einn þátt
í Faust,1 Hér er vínstofa, og eru á veggjunum mála&ar
sögur eptir kvæ&i Goethes, og staka úr Faust undir
*) F«ust er í þýzkum sögum líkt og Sæmundr fróbi í okkar sögum.