Ný félagsrit - 01.01.1860, Qupperneq 43
FERDASAGA UR þYZKALANDI.
43
og landiö fer aö frí&ka þegar kemr sufcr í Pranken, sem
er nyrbst í Baiern.
Hof1 heitir bærinn sem fyrst kemr í Baiern, í norb-
austr horni Baierns austr vií) Fichtelfjöll, og er allskamt
hbban og austr í Böhmen. Hér austr í þessum hálsum
rleilir vötnum í vestrátt og norferátt, og hefir áin Main hér
upptök sín, og rennr í norör og í Elfu. Hér um þessar
stöbvar skiptir og kynþáttum hinnar þýzku þjóbar:
Thiiríngar ab norban, en Baiarar ab austan, en Frankar
ab sunnan, og Franken heitir eptir þjó&flokki þessum allr
norbrhluti Baierns, og borgirnar Niirnberg og Bamberg
eru í Franken. Járnbrautin rístr nú langan bug vestr
meb Main til Bambergs, og ö!l þessi leiö er einkar fögr:
hálsar og fell, kjósir og hvammar, allt þakií) skógi og
fagrgrænt, því hér libagt hálsabelti, sem heitir Franken-
wald, austan úr Fichtelfjöllum og vestr f Thiiringerwald.
A einum staö, þar sem fegrst var sýnum, var mér sýndr
helgr stabr, sem pílagrímar sækja hópum saman og kendr
er vií) 14 heilaga menn (die vierzehn Heiligen); stendr
hús dýrlínga þessara á hálsi, sem er yndisfagr tilsýndar,
en hinsvegar er klaustr. Hvort menn sækja híngab meir
fegrb landsins, ebr helgi þessara dýru drottinsmanna,
þab er mér óljóst; en landsmenn eru hér í nánd vib bisk-
upsstólinn í Bamberg rampápiskir, og hafa til áheita
þessa 14 inenn. I Bamberg stób vagninn ekki vib nema
hálfa stund, og þab var lengsta vibstaban alla leibina.
Mér gafst því ekki tóm til ab skoba bæinn ebr dóm-
kirkju hans, heldr ab eins ab leiba sjónum hérabib, og er
þab einkar frítt, landib blómlegt, og fell og hálsar fela
sýn á allar hlibar. En frá Bamberg liggr brautin ab
') Hof þýbir á þýzku: bær.