Ný félagsrit - 01.01.1860, Page 55
FERDASAGA UR ÞVZKALANDI.
55
og þar sem allt er af bæjarins eigin rótum runnib. Hver
sem hef&i seí» Miinehen fyrir 60 árum, og sæi hana
nú, mundi ekki þekkja hana aptr. Nærfellt ekkert af
stórbyggíngum þeim og söfnum, sem nó prýöa þessa borg,
var til í byrjun þessarar aldar, og borgin var þá aí)
vísu merk vegna afstöfeu sinnar, og sem höfufeborg, en
híbýlaprýfei sína alla á hún afe þakka hinum gamla
konúngi sínum Ludvig, sem bygt hefir efer látife byggja
nærfellt allar stórbyggíngar sem hér eru, svo enginn sem
híngafe kemr þarf afe spyrja þess, hver á þessum stafe
hafi búife. Af öllum borgum á þýzkalandi er engin, sem
hafi slík söfn sem þessi, og þó Miinchen væri höfufeborg
alls þýzkalands, þá væri gripasöfn hennar því vel sam-
bofein.
Eg mun nú nefna hin helztu gripasöf'n. Málverka-
söfnin eru tvö, hife forna og nýja; þau eru bæfei nefnd
grisku nafni, Pinakothek. Hife forna safn hefir afe geyma
forn málverk, fram á 18. öld, eptir ymsa listamenn í
heimi; en í hinu nýja eru að eins málverk eptir innlenda
málara frá þessari öld.
Hife forna Pinakothek er norfean til í hinum nýja bæ,
og er geysistórt, eins og höll tilsýndar, tvöfalt lengra
en Thorvaldsenssafn hér, og stendr á vífeum grænum
velli; þafe er bygt af Ludvig konúngi. Afe innan er því
deilt annarsvegar í 9 stóra sali, en hinsvegar jafnhlifea
23 herbergi. I þeim 9 sölum er nú safnafe myndum eptir
ymsa málaraskóla í fyrri tífe. í fimm hinum fyrstu
sölum er hinn háþýzki, niferþý/.ki og hollenzki skóli, í
hinum sjötta sal er hinn spanski skóli og frakkneski, en
f sjöunda og áttunda hinn ítalski skóli. En gimsteinninn
í þessu safni er hinn fjórfei salr, efer Rubens salr sem
kallafer er, en þessi stóri salr er alþakinn mefe málverk eptir