Ný félagsrit - 01.01.1860, Side 57
FKRDASAGA UR þvZKALANDl.
57
«em mabr gengr úr einu herbergi í annaS. þá er sem
mafir lesi æfisögu þessarar mentar, hvernig henni fúr
fram þangai) til hún nábi blúma sínum á 16. og 17. öld,
og for síöan aptr linignandi. þa& er a&dáanlegt vi& safn
þetta, hversu vel því er skipa&, svo saga íþrúttar þessarar er
eins og opin bók fyrir manni, þegar ma&r gengr gegnum
8alina. þa& er undrunarvert aö sjá list hinna fornu
meistara, litirnir á 300 ára gömlum myndum og eldri
standa enn eins bjartir og þa& hef&i veriö dregiö upp f
gær, e&r svo sem væri litirnir höggnir í stein.
Skamt frá þessu safni er hi& svo nefnda Glyptothek,
sem og er nefnt grisku nafni, en þafe hefir Ludvig kon-
úngr og látib srní&a og safna& gripum til þess, en hér
eru geymdar fornar griskar marmara líkneskjur og deilt í
10 sali. I hinum fyrsta sal eru sem vant er egypzkar
myndir, því af egypzkum iær&u Grikkir fyrst þessa íþrótt;
þá er upphaf hinnar grisku mentar; en dýnnætastr er
h&r Egínasalrinn, sem kallaör er, en þa& eru myndir frá
hofinu í .Egína, sem er ein eyja í Grikklandshafi. þessar
rnyndir vóru grafnar upp úr rústum hofsins ári& 1811,
og keypti Ludvig konúngr þær, en me& því þær vóru
brotnar og skemdar, lét hann vin sinn, landa okkar
Thorvaldsen, setja myndirnar saman eins og þær muni
hafa staöi& á hofgÖílunum. þetta hefir Thorvaldsen
gjört me& mesta hagleik, sett höfuö og hendr og fætr á
þar sem vanta&i, og allt í sama stíl og frummyndirnar,
sem eru nokkuö stir&ar og greppsiegar aö sjá. þannig
var einn þar höfu&laus, handa-og fótalaus, en Thorvaldsen
fann af getspeki sinni a& þessi greppr væri Aiax Oileifsson,
og setti á hann höfuö og útlimi, sem ekki þekkist frá
hinu forna smí&i. þessar myndir og svo hofi& ætia menn
sé frá sjöttu öld fyrir Krists fæ&íngu. þá eru hinir salirnir