Ný félagsrit - 01.01.1860, Side 59
FERDASACA LR þvZKALAPiDi.
59
rayndum þessum, er ágæt, og er eins og ma5r sjái hauSr
og himin, land og lög, einsog væri mahr undir berum
himni og þetta væri ekki litarginníngar. þetta hús heíir
Ludvig konúngr og látih sraífea, og raart af hinum falleg-
ustu málverkum er gjört a& hans tilhlutan.
Enn fremr veríi eg að geta hallarinnar, og er þar
mart af) sjá. I þremr sölum e&r fjórurn eru skrifa&ar
sögur á ræfr og veggi (eptir málarann Schorn) úr
Völsúnga sögum og Gjúkúnga, eptir hinu þýzka fornkvæöi
Niebelungenlied. Myndir þessar eru mjög ^grimmúbigar
og fáfear dreyrstöfum, og vil eg ekki lasta það, því þær
sögur gefa til þess nóg efni. I höllinni annarsvegar eru
3 salir, í einum eru skrifaðar sögur úr æfi Karlamagnús
keisara, þá enn úr sögu Fribriks keisara barbarosa, og
síðast Rudolfs keisara af Habsborg, og er mjög fallegt,
en síðast er hásætissalrinn, en til beggja handa eru 12
líkneskjur kjörfursta ættarinnar f Baiern úr málmi, loga-
gyltar, og síðastr allra Karl hinn tólfti í Svíþjób, sem var af
þeirri ætt, allar eptir frægan myndasmib: Schwanthaler.
Fyrst eg nefni þenna mann verb eg og a& nefna hina
miklu Járnger&i þessarar borgar, tröllkonuna Bavariu, þa&
er kona úr málmi, sem stendr á brei&um völlum fyrir
utan borgina, og er reist þar svo sem hamíngjudís
iandsins. Mynd þessi er 65 feta há, og 8 menn geta
seti& inni í höf&i hennar, og er þa&an allví&sýnt su&r í
Alpafjöll. þessi er sú stærsta járnsteypa sem menn vita
tii, og er tröllkona þessi steypt í hinni miklu járnsteypu
Millers í Miinchen, og heíir aldrei slíkr málmr veri& í einni
deiglu. þessi ma&r hefir og or&i& frægr fyrir þessa steypu
sína, og hefir sí&an steypt margar málmlíkneskjur. Me&an eg
var í Miinchen var til sýnis nýkomin úr aflinum mynd
af einum af hershöf&íngjum Washingtons (Mason), sem