Ný félagsrit - 01.01.1860, Side 66
66
FBRDASAGA UR ÞyZKALANDI
eins og var fyrr á Islandi og getr í Biskupasögum, aí)
þaö er hátítardagr f sókninni afmælisdagr kirkjunnar þegar
hún var vígí); kemr þá sóknarfólk flokkum til kirkju í
þjóbbúníngum sínum, og eptir messu er glaumr og glehi,
drukkif) og etih og súngib. þenna dag var eg mef> kunn-
íngja mínum Winkler, og var þar mesti rnúgr og marg-
menni úr borginni og úr sveit, og flestir undir berum
himni á sléttum völlum, slegiö upp boröum og bekkjum á
víibavangi, tæmdir margir leirbrúsar af öli og brot þeirra
lágu víösvegar. og áttu, sem skáldiö segir, aldrei von aö
veröa aptr heilir, en bin leirkerin, sóknarmenn, uröu aö
vísu ölvaðir en komust þó allir óbrotnir heim. þesskonar
kirkjudagar eru haldnir viö hverja kirkju, þá er kirkjan
uppljómuö og messa súngin.
Uppmeö Isar er og mikiö fallegt, þegar dregr frá
borginni; þangaö fór Maurer nieö mér eitt kveld, og kona
hans og tengdamóöir. Ain rennr þar í djúpuni farveg og
hátir sandmelar aÖ ánni, og liggr vegrinn eptir melbrúninni,
en í hvömmunum meö ánni eru kjör og stofnar, svo
varla verÖr komizt áfram gangandi. Eptir ánni er fleytt
tinibríloturn; stendr maÖr viö stýri á timbrflotanum, og
stýrir ofan ána og ofan aö borginni, en þegar þangaö
kemr er lagÖr herfjötur á ána. og veitt úr henni mörgum
kvísluni. settar í hana stíflur og stokkar, og höfÖ til aö
drífa kvarnir og hverskonar verksmiöjur, sem hér eru
flestar bygöar utanborgar viö kvíslir árinnar, og þegar
áin er runnin framhjá borginni, er hún fyrst leyst úr
þessum læÖíngi. Mest stórvirki er hin mikla járnbrautar-
brú yfir ísar, sem bygÖ er rúma stundarleiö frá borg-
inni; af öllum brúm sem eg sá er þessi rnest mannvirki,
næst brúnni viö Köln. þessi brú er bygö bakka á milli. og
er því nálægt 70 fetum ofan aö vatni af brúnni. Hún