Ný félagsrit - 01.01.1860, Page 73
ferdasaga ur Þyzkalandi.
73
Brixlegg, en tókum þafean vagn l'ram til Zell, svo heitir
þorp fram í dalnum, sem hann dregr nafn af.
Zillerdalr er meir en þíngmannaleií) á ^ngd og allra
dala fegrstr, brei&r dalbotninn, og eitt engi hlíba á milli,
en hlíbarnar jafnatlí&andi, og allar skrú&grænar upp á
brdn ; eru þær miklu blómlegri en í Inndal, því htír eru fjöllin
ekki lengr kalkfjöll, svo hlí&arnar eru allar grasi vaxnar,
og svo há sem fjöllin eru, sést nærfelt hvergi hamar e&r
klettr. Hlí&arnar eru upp á brún þaktar bæjum og seljum,
og smá skógarreinar á milli. Menn hafa hér, sem víoasf
í Tírol, aí) eins naut, en ekki sauÖi, eru kýrnar látriar
kjaga þetta upp til seljanna fyrst á sumrin. Meöan heit-
ast er eru menn í efstu seljuin upp undir brún, en færa
sig sí&an smásaman ofan hlíbarnar til hinna neöri selja.
I dalnum sjálfurn er mikil bygö, eg taldi fyrir víst tólf
kirkjuturna, en kirkjurnar eru hér inikiö fallegar, og eg
hefi hvergi séö svo granna og mjófa stöpla sem hér, þeir
gnæfa yfir fjöllin, og hdnrrinn efst er sem leiki í lausu
lopti. Fyrir dalsmynninu stóöu tvær kirkjur, og turn-
arnir á þeim eins og brandar eÖr sdlur fyrir dyrum á
hdsi, og undir niÖri dalshyrnunni var gömul riddaraborg, en
kapella var bygö fratnan á fremri dalshyrnunni. Breiö og
slétt akbraut liggr fram dalinn. Menn voru á engjum víöa
um dalinn, en hér er þríslegiö; fiána hina fyrstu kalla
þeir Griinmaht, eöa latínsku oröi Pabel (pabulum), en síöari
hána Nachpabel. Frá Zell eru tvær eör þrjár bæjarleiöir fram
aö Meierhof, sem er frenrsti bær í dalnum, og gengum
viö þangaö um kveldiö: yfir Meierhof eru fjöllin geysihá,
þar eru tindar á fjallabrúninni, sem eru yfir 9000 fet,
tvöfalt hærri en Snæfellsjökull, en þess ber þó aö gæta,
aö dalbotninn er nálægt 2000 feta hár, og dregr þaö úr.
Meierhof er lítiö þorp, bóndinn sem viö vórum hjá var