Ný félagsrit - 01.01.1860, Page 81
FERDASAGA UR þYZRALANDI.
81
Dm morguninn var aptr blitt vebr. og Zillerdalr var
nú hálfu fegri eptir skúrina sem verib liaf&i hinn fyrra
dag, hlíbarnar fagrgrænar og rauk af landinu, en
þokuhnyklar í giljum og glufum lágu einsog taumar ofan
hlí&arnar, og menn vúru í ó&aönnum a& slá og heyja um
dalinn. Vi& gengum þenna dag ofan allan dalinn hina
sömu lei& og vi& fórum fram. J>a& er einkennilegt hér,
og þó ví&ar í katólskum löndura, a& rófcukrossar miklir
(mynd Krists á krossinum) standa vi& götuna á hverri
bæjarleifc, og er gjör einsog bust yfir, og ávallt þegar
ma&r fer framhjá á ma&r a& taka ofan; sama er oghvar
sem ma&r kemr inn í stofu, þá er rófca í stofunni, eins í
eldaskálum og reykstofum, og fram í seijum. í selinu,
þar sem vi& vórum um nótt, hékk ró&a lítil úr tré, svört
og sótug, út í einu horni, ekki ólíkt og j>órr hjá Grímu
kerlíngu úti á Grænlandi; menn hafa hér a& eins skipt um
nöfn, en tilbi&ja tré og stokka jafnt sem forfe&r vorir í
hei&ni. Si&abótin hefir engri festu r,á& í Tírol; á 16. öld
höf&u þó margir teki& hinn nýja si&, en biskupinn í
Salzborg braut bændr aptr til hlý&ni vi& hinn forna si&.
Bændr eru hér frjálslyndir, en einrænir og sérlyndir,
þekkja varla a&ra veröld en hver sinn dal, enda verja sig
og sitt hérafc me& fé og fjörvi, en fara ófúsir í lei&angr
til a& verja önnur lönd. keisarans; þeir eru tryggir menn
og drottinhollir; þeir tölu&u bert og skorinort um ófarir
Austrríkis á Italíu, og peníngaskort ríkisins, sem ekki var
öfga&, því ekki sást silfr í Tírol, heldr tómir se&lar og
koparskildíngar; þegar því bændr vóru a& drekka, og áttu
a& borga grei&ann, þá höf&u þeir fullar skjó&ur af kopar, því
silfr var ekki til, a& skipta pappírspeníngunum; ríkismenn
liggja á silfrinu, og þarsem bændr ver&a a& fá flestar
nau&synjar sínar nor&an frá Baiern, en þar er penínga-
6