Ný félagsrit - 01.01.1860, Page 105
FERDASAGA DR þYZKALANDl.
105
tindrinn stó& upp úr þokunni; en Rín lá nor&r og sufer
eins og silfræb eptir heraöinu, sem allt er ræktab. Hér er
þó ekki mikib vínland, en mikib sáb tóbaki, sem sprettr
hér vel. þab er vitaskuld, ab yfir bæinn allan er héban
hin bezta útsjón, en turninn efst svo mjór, aÖ svo er
sem mabr hangi hér milli himins og jarfear. Vogesafjöllin
í vestr eru nokkru lægri en austrfjöllin (Schwarzwald),
og lengst í subr sést Keisarastóll og fellib yfir Freiborg.
Uppi á pallinum var eg nærfellt tvær klukkustundir; híngaö
kemr og Qöldi ferbamanna, en fáir fara lengra upp,
og þarf mabr til þess sérstakt leyfi. Fann eg her aptr
félaga minn, sem eg fám dögum ábr haf&i skilib vií) í Schaíf-
hausen við fossinn, og var norban frá Hannover. þegar eg
var búinn aí> skoba kirkjuna uppi og nibri — en um há-
degisbil var súngin messa, því kirkjan er pápisk, og mörg
ölturu og stúkur, og súngnar samstundis margar messur —
fór eg ab leita upp próf. Bergmann, sem býr í Strasborg,
lærbr mabr og kann vel Islenzku; hann hefir fyrir 20
árum gefib út nokkur Eddukvæbi: Völuspá, Vafþrúbnismál,
Ægisdrekku meb skýríngum og athugasemdum, sem í mörgu
mega heita ágætar, og eru flestar síbari útgáfur þessara
kvæba, þó helzt Völuspár, bygbar á ransóknum hans. I
hitt eb fyrra gaf hann út Sólarljób, meb þýbíngu og skýr-
íngum, og í fyrra haust var hann meb bók, sem síban
hefir komib út, um þjóbflutnínga og ættérni þjóba í fornöld
(Les Getes). Próf. Bergmann er kennari vib skólann í
Strasborg, sem er nokkurskonar háskóli; hann er þýzkr
mabr ab ætt og öbli, en ritar á Frakknesku bækr sínar
og talar þá túngu, eins og allir heldri menn í Strasborg
og Elsas, þó hann tali þýzku sem sitt móburmál. Hann
er nær sextugum manni, hvatlegr og skarplegr í tali, og
er mjög fjölfróbr í túngumálum (t. d. Sanskrit), en svo