Ný félagsrit - 01.01.1860, Page 134
134
FERDASAGA [JR ÞYZKALANDI.
hefir alstaSar borib góba ávöxtu, einkanlega aukiö ást almenn-
íngs á lögum og rétti, og vilja menn fyrir engan mun
missa aptr þessa döma. Vog og mæli er nú veriö ab
semja um ab setja eins fyrir allt þýzkaland, svo og
sameiginleg verzlunarlög, ab bæta tolllög og annaÖ því-
umlíkt. En fremst og bezt af öllu er hib ágæta vísinda-
líf þjúbverja. í því kemr fram, sem vera ber, úbreyttr
allsherjar andi. í vísindum og hverskonar fróbleik eru
þjóbverjar ein ódeild þjúb, og þar nefnir enginn Svafa
ebr Franka, ebr Saxa, ebr Alemanna, heldr er eitt alls-
herjar ritmál og einn vísindaheimr.
I hinum þýzku bandaríkjum eru 20 háskúlar, og eru
þeir þessir: íPreussenð: Berlín, Bonn, Greifswalde, Halle,
Breslau. I Austrríki 2: Wien og Prag. í Baiern 3:
Miinchen, Wiirzburg, Erlangen. í Baden 2: Freiburg,
Heidelberg. í Wiirtemberg 1: Tiibingen. í Hessen-Darm-
stadt er Giesen. í Kjör-Hessen er Marburg. í Sachsen
er Leipzig. I Thiiringen er Jena. I Hannover er Göb-
tingen. I Meklenborg er Rostock. I Holstein er Kiel. þetta
eru alls 20 háskúlar, og ab auk eru 4 hálfgildir háskúlar,
er ekki hafa fullskipaba kennslu í öllum vísindagreinum
nefnilega í Austrríki: Olmiitz, Grátz og Innbriick; og Miinster
í .Preussen. Ennfremr eru 7 þjúbverskir háskúlar, en sem
ekki heyra hinu þýzka sambandi til. í Schweiz eru 3: Ziirich,
BernogBasel. ÍHollandi2: Utrecht og Leiden; Königsberg
í Preussen og Dorpat í Rússlandi (Líflandi). Allir þessir
standa í nánu vísindalegu sambandi vib hina þýzku banda-
ríkis háskúla; þar er þýzk kennsla og þýzkt þjúberni. Enn
mætti telja Strasborg, sem er hálfgildr háskúli, en þar er
kennsla á Frakknesku, en landib er þýzkt. Meb öllu úþýzkir
eru þar á múti háskúlarnir í Pesth, Krakau og Padua í
Austrríki. Menn abgreina katúlska og evangeliska háskúla,