Ný félagsrit - 01.01.1860, Qupperneq 152
152
ÍSLEÍNZK MAL A Í>INGI DANA.
en hef&i ekbi áorkab neitt vib fjárgæzlu-rá&gjafann. Um
hih annaí) atri&i saghi hann: «Mér skilst mjögvel, hversu
ánotalegt þa& er fyrir fjárlaganefndina og ríkisþíngií), af>
verba aö rannsaka íslenzk mál svo nákvæmlega, sem þörf
er á í fjárhagsmálinu, en eg er reyndar hræddur um, a&
þess muni ver&a mjög lángt a& bí&a, a& komizt geti á
önnur tilhögun í þessu efni; tilraunir þær, sem híngab til
hafa verií) gjör&ar í þessu skyni, hafa ekki heppnazt.
Af hálfu stjórnarinnar hafa veri& borin upp á alþíngi
yms frumvörp, til a& koma þar á meiri framför í héra&a-
stjórninni, annari stjórnarskipun, ef eg má svo aö orfei
kvefea, í þeirri grein, en þessi frumvörp hafa ekki fengife
hylli manna á alþíngi, og þær uppásttíngur, sem alþíng
hefir komife fram me& í þessa stefnu, hafa verife þannig,
a& eg held ekki afe nokkurt stjórnarrá& geti fallizt á þær.
A& öfcru leyti mun ver&a búife til frumvarp um þessi efni
og lagt fram á einhverju eptirkomanda alþíngi.» Um
þessi atri&i ur&u sí&an engar frekari umræ&ur.
Me&an fjárhagslögin voru í nefndinni, fékk nefndin
bréf frá kirkju og kennslustjórninni, sem er prentafe í
þíngtí&indum, og er á þessa leife:
«Lögstjórnarrá&i& hetír til me&fer&ar mál um endur-
bætur á læknaskipun á Islandi, og er þafe eitt af afeal-
atri&unum í því máli, a& gjöra vifc hinura mikla læknaskorti
á Islandi, bæ&i me& því móti, a& stofna fleiri læknaembætti,
og me& því, afe reyna til a& koma upp innlendum
íslenzkum læknaefnum, sem geti tekife vi& þessum em-
bættum. I allraþegnsamlegasta álitsskjali til konúngs
25. Mai í fyrra hefir lögstjórnarráfcgjafinn látifc í ljósi, a&
hægast mundi ver&a a& fá nógu mörg læknaefni, 3em