Ný félagsrit - 01.01.1860, Page 191
ALIT L’M RITC.IÖRDIR.
191
ekki lag á ab gánga ser aí> mat. Vi'r gleymum þá því,
aí> þessir forfefeur vorir stófcu ekki svo og gláptu, heldur
voru þeir frískir og fjörugir og starfsamir. Eldurinn kenndi
þeim fjöriö, frostií) herti þá. Ver bæöi getum verib og
eigum ab vera líkir þeim í þessu, horfa áfram en ekki
aptur á bak, elska og virba forfebur vora sem þeir
eiga skilib, meí) því ab breyta eptir þeirra góbu dæmum,
en ekki láta þau verba oss efni í víl og harmatölur, æbru
eba örvæntíng. þ>á munum vér sjá, ab Island munrenna
upp og blómgast, eins og fyr, og sýna oss, aS gallar
þess vorn meiri hjá oss og í atorkuleysi voru, kunnáttu-
leysi og handvömmum, en hjá landinu sjálfu.
Hib sama sem vér verbum varir vií) í athöfn vorri
sjáum vér eins í sögunum hjá oss. Vér horfum meö
undrun á hinar fornu sögur, sem standa einsog fjalliiáfar
eikur, óhræranlegar og fastar, en vér virbum lítils hinar,
sem eru í kríngum oss einsog smáblóm allstabar á vegi
vorum, spretta upp og vaxa meb oss i æskunni, lifa
undir túngurótum mæbra og fósturmæbra, og gæti orfeib
ab fögrum eikum og blómgubum, en hverfa fyr, af því
vér köstum þeim frá oss einsog visnubum skarifílium. þær
hafa aldrei komizt á skinn, þessvegna metum vér þær ab engu.
þab er eitt af þeim einkennum, sem fylgbi skyn-
semistrúar öldinni, ab kasta frá sér öllu sem var byggt á
trú en ekki reynslu; menn þóttust ekki vilja trúa því sem
menn ekki skildi, en ef satt skal segja þá skildu þeir
haröla lítib, sem von var, þeir vissu ekki enn, heldur en Niko-
demus, hvaban vindurinn kom efea hvert hann fór. Til
hvers á þá ab láta sér svo drembilega, eins og maöur
þykist vita allt og skilja allt, og ekki vilja heyra annab
nefnt. Látum vera, ab mörg trú sé hjátrú og hindur-
vitni; vér getum ekki ab því gjört, aí> oss Cnnst þessi