Ný félagsrit - 01.01.1860, Side 198
198
ALIT UM RITGJÖRDIR.
eru annaöhvort engin, eí)a hirSulauslega úr garöi gjörí),
en hálf not búkarinnar til lángframa eru í góhu registri.
Vér getum ekki, því er miöur, geliö lesendum vorum
sýnishorn úr bókinni, svo sem vér heföum óskaö, því í
hverjum kafla er mart skemtilegt, og mörgum nýtt, jafn-
vel á íslandi, en sumt ööruvísi sagt en venjulegt er.
Höfundurinn heíir í allri meöferÖ sinni sýnt, hversu ná-
kunnugur hann er oribinn ekki einúngis túngu vorri og
ritum, og allri athöfn ylirhöfuö aö tala, heldur og einnig
hinu einstaklega f héruöum, svo aö hann getur rakiÖ þaö
eins og hver íslenzkur maöur, og vér veröum aö bæta
því viö, þó þaö sé ekki gott til frásagnar, aö hann vandar
betur verk sitt heldur en margir þeir Islendíngar sem
gefa út bækur.
þaö er gömul regla, aö sá sem dæmir um ritgjöröir
, verÖur aö finna aö einhverju. Til þess aö gjalda torfa-
lögin og heita ekki ónýtur ritdómari veröur maöur því
aö leita hér upp einhvern galla á bókinni. þaö er nú
hægt aö finna þar margar sögur, sem eru sagöar öÖruvísi
en vér höfum heyrt, og sumar þykjumst vér hafa heyrt
betri, en þetta er ekki höfundinum aÖ kenna, því þaö er
auösætt aö hann hefir enga sögu aflagaö sjálfur, og þá
er hann reyndar sýkn saka, þó hann hafi haft eptir öörum
þær sögur sem annaöhvort ekki voru sem réttastar, eöa
sem mátti rekja betur til uppsprettu sinnar. þannig er
sagan um «Utilegumanna bæn», sem prentuö er í «ís-
lenzkum æfintýrum», bls. 89—90:
«Skuggavaldi, skjóliÖ þitt, o. s. frv.»
en hér er nokkuö öÖruvísi:
«Skeggs alvaldr, skjóliö þitt o. s. frv.» (Maurer bls. 243).
þessi vísa er, eins og hún er á báöum stöÖunum, af-