Ný félagsrit - 01.01.1872, Blaðsíða 131
Prjónakoddi stjórnarinnar.
131
ekki enn smásmuglegra ab búa hann til, ao koma upp
mef> slíka tilbreytíng einsog þessa? —
7. þa& hefir verib venja, sí&an konúngur fór ab
skrifa undir hinn íslenzka texta lagabobanna handa ís-
landi, af) íslenzki textinn hefir verib settur á undan, en
hinn danski á eptir. þab hib sama ætlum vér hafi verih
venja, þú lagabo&ih hafi verih prentab á fleirum en þess-
um tveimur málum, því þaö er eblilegt og rétt, ab vér
teljum engan lagatexta gildan hjá oss nema þann, sem ís-
lenzkur er. En nú er farih a& taka uppá því, þegar ís-
lenzk lagaboð eru lögð út og prentuð á ö&rum málum, t.
d. Ensku, Frakknesku e&a þýzku, að þá er danski textinn
settur fremstur, þar næst sá íslenzki, o. s. frv. það er
þá eins a& skilja, eins og a& Íslendíngar eigi ekkert í lög-
um sínum sjálfir, heldur sé þau þeim gefin af konúnglegu
einveldi og einveldisins spámanni, hinum danska dúms-
málaráðgjafa, eða a& íslenzki textinn sé ekki anna& en
útleggíng, en hinn danski sé frumritið. — þetta er mik-
ilsvert atri&i, því útaf þessu sprettur þab, a& menn í út-
löndum, sem ekkert þekkja til, halda beinlínis a& ísland sé
nýlenda Danmerkur, og kalla þa& svo í búkum sínum, sem
gánga um alla veröld, og stjúrn Dana er svo fjarri að
lei&rétta þa&, að hún styrkir þa& bæ&i me& þessu og ö&ru.1
1) pannig er ísland talin nýlenda Danmerkur í almanökunum frá
Gotha, sem koma út árlega og fara um allan heim, einsog eins-
konar stjórnarhandbók handa öllum löndum. Einn frakkneskur
maður, að nafni Carcenae, ritaði í fyrra hæklíng um landshagi
Danaveldis, og var gerður að riddara af Dannebrog fyrir bókina
í heiðurs skyni. þar er næstum því eins fjölort um Island og um
Danmörk, og mart réttara en vant er að vera, en höfundurinn
telur samt Island sem nvíendu (colonie) Danmerkur. — Einsog
vér gátum áðurum, kastar stjórnin í lagatíðindum sínum danska
textanum handa Islandi í viðbæti, ásamt nýlendulögunum, en
getur íslenzka textans að engu.
9*