Höldur - 01.01.1861, Page 11
13
verið og sje enn ómenntaðir ónyfjungar, þá a>tl-
um vjer að þessir lærðu menn muni verða að að-
lilátri við heimkomu sína, og það, þó þeir gangi
á kjól eða frakka; húsbændurnir hafa ekki betra
lag á að nota þá en áður, og þó þeir byrji
á einhverium endurbótuin al’ sjálfsdáðum, þá
eyðileggst það jafnóöum aptur fyrir stjórn-
leysi og trassaskap; þeir sjálfir verða óhæíi-
legri eptir en áður, að vinna sjer vesæit brauð
incð gamla ólaginu.
En þá kann annar að svara: „Nei, svona
einstakleg menntun dugir ekki; það verður að
fá lærðan mann til að halda vísindalega fyrir-
lestra yfir sem fíestum að auðið er at hinum
ómenntuðu heimamönnum ; því vísindin efla aila
dáð. Það verður að gefa þeim öllum for-
smekk af þeirri vísindalegu fræði, sem Jesin
er fyrir og lærð við opinbera skóla erlendis
hjá öllum menntuðuin þjóðum“. En vjer segj-
um : Ef að góða húsbandastjórn vantar á hcim-
ilinu, þá fara allir fyrirlestrarnir með óreglu
og í ólagi; þeir náinfúsari fá dáliíia nasasjón
af bóklogii útlendri menntun, lcggjast upp í
rúm og byggja sjer þar kasfala í loptinu, scm
aldrei komast niður á jörðina;og verða síðan
mestu landeyður og ónyfjungar alia sína daga.