Höldur - 01.01.1861, Page 68
70
þcss. Þetta kemur að nofum á trennan hátt:
1. drekkur ])að í sig hlandið og eykur áhurð-
inn, og 2. lieldur það kúnum hreinum, og þægilegra
verður fyrir ]>ær að ganga um flórinn. Líka
ríður mjög á að bera moð cða rusl undir hcsta
í húsin, bæði til að halda þeim þurrum og til
að drekka í sig ldandið. Þegar brúkað er sauðatað
íil áburðar væri gott að bera í fjárhúsin eilt-
hvert rusl, sem gjörði taðið lausara í sjer en
skemmdi þó ekki ullina eða kindurnar. í’ó
borið sje rusl undir skepnurnar saman við á-
burðinn í húsunum, þarf samt líka að hlanda
því sanian við taðið í haugunum eins og áð-
ur er sagt. Eptir þeirri reglu, sem gefin er
bjer að framan, að bezt sje að hafa eitt eða
tvö haugstæði fyrir allt taðið, þarf að flytja
það í haugstæði um leið og mokað er út úr
húsunum og láta það ckki liggja í smádyngj-
um heldur jafna því vel í sundur. Ef sauða-
taðið er í hnausuin, eins og venjulegt er, þeg-
ar stungið er út úr fjárhúsum, þarf að mvlja
hnausana nokkuð f sundur.
íJessi meðfeið á áburðinum mun víðast livar
verða torveld vegna þess, að húsin eru sitt
í hverju lagi, og því töluverð fyrirhöfn að
safna öllu taðinu í einn eða tvo hauga, Bezta