Tímarit - 01.01.1869, Blaðsíða 8
8
byggt ból. Það virðist nú auðsætt, að þegar lendur
þessar liggja undir jarðir, ber að lúka alþíngistoll af
þeim, sem hverjum öðrum arðberöndum hlutum jarð-
arinnar, með því leigu þá, er af þeim geldst, má og
telja meðal afgjalda þeirra, er af jörðunui gjaldast yflr
höfuð. Og þó lendur þessar eigí liggiundir aðrarjarðir
heldur sé sérskildar eignir, þá virðist sem lúka eigi al-
þíngistoll eins af þeim fyrir það. Að vísu standa téð-
ar lendur í mótsetníngu við jarðir, sem fyrr greint, en
mótsetníng sú er með öllu óveruleg, því hún er að
eins fólgin í því, að þær hafa aldrei verið bygðar, en
lönd þau, er menn kalla jarðir, eru annaðhvort byggð
ból, eður hafa einhverntíma verið það, en undir bygg-
íngunni er alþíngistollsskyldan, sem fyrr á vikið, eigi
komin, þar eð hann á að gjalda eins af eyðijörðum,
sem byggðum býlum; þar á móti eru slíkar lendur,
sem fyrr eru nefndar, með öllu samkynja eign og eyði-
jarðir, og gefa eigendum sínum með öllu samskonar
arð og þær, enda eru þær i daglegu tali að nokkru
leiti taldar með jarðagózi. Eignir þessar geta verið
eyðieyjar, skér, hólmar, fjörur, afréttir, eður og aðrir
sérskildir landspartar. Samkvæmt þessu virðist og mega
leggja í kaupstöðum á landsparta þá alþíngisgjald, er
eigi geta álitist að vera löglegir partar af húseign.
I*að virðist og auðsætt, að þegar ítak í annara
manna lönd t. a. m. veiður, reki, eng, eða skógur o.
s. frv. fylgir jörðu, ber að lúka alþíngisgjald af því sem
öðrum hlunnindum, er jörðu fylgja; en sé ítakið iaust
og fylgi engri jörðu, sem á stundum er, virðist alþíng-
isgjald eigi geta legið á því, því slík itök eru réttindi
ein og eigi neinn jarðarpartur; leigan eptir þau getur
þá eigi heldur talist meðal jarðargjalda, eins og maður