Tímarit - 01.01.1869, Blaðsíða 5
hliðina á hinum eldrum kaupmönnum, eða á hinum ný-
uppteknu verzlunarstöðum, hafa beðið um, að sér væri
land útmælt, og heflr þá leigan til landsdrottins optast
nær verið ákveðin um leið; eins mun nú leigan eptir
hin fornu verzlunarhús víða vera orðin ákveðin og eins
fyrir því, þó eigi hafl enn verið sett föst takmörk fyrir
landi því, er þeim skuli fylgja. Það getur og eigi verið
neitt á móti því í sjálfu sér eða eptir löggjöfinni, að
verzlunarstaðir þessir eður hús þau, er þar standa,
skoðist sem jarðir, ef þeim fylgir svo stórt land, sem
jörðum, eða svo mikið, sem lögin álíta að býlum skuli
fylgja til að geta nefnst jarðir, og virðist það eigi geta
skipt máli í tilliti til alþingistolls skyldunnar, þó jarðir
þessar kunni að vera betur hýstar, en jarðir almennt
eru, eður þó þeim fylgi nokkur réttindi fram yflr aðrar
jarðir.
Að því loksins er kaupstaðina áhrærir, þá virðist
nokkuð öðruvísi ástatt með þá, og ber í því tilliti að
geta þess, að samkvæmt tilskipun 17. nóvembermán.
1786, 4. gr., gaf konungur land til að byggja á kaup-
staði þá, er stjórnin þá hafði í huga að koma hér upp,
og var það áður nákvæmlega mælt og takmörk þess
ákveðin. Á þessu svæði átti aptur eptir tilskipunarinnar
5. gr., að mæla mönnum út húsastæði, og var leyft að
hverri húseign mætli þar ávísa, ef auðið væri, svæði til
lítils matjurtagarðs. Að vísu var ákvörðun þessi gefin
fyrir kaupstaði þá, er tilskipunin nefnir, en hún verður
og að gilda um allt það land, er útmælt er til kaup-
staðarstæðis, meðan eigi er öðruvísi ákveðið. Af þessu
virðist það auðsætt, — eins og það og eigi gæti sam-
rýmst vel með hugmyndinni um kaupstað — að heil
jörð getur eigi lögum samkvæmt myndast á svæði því,