Tímarit - 01.01.1869, Blaðsíða 82
82
Hjalti Skeggjason átti goðorð á ytri Rángárvölluin (nú
Land- og Holtamanna-hreppum), þó hann byggi í Þjórs-
árdal, og að Ásgrímur Elliðagrímsson átti mannaforráð
milli f’jórsár og Hvítár (Ölvusár), þó hann byggi í
Túngu.
Þegar finna skal takmörk hinna fornu goðorða í
Rángár þingi, þá verður manni fyrst fyrir, að líta yfir
héraðið, og virðist þá, sem náttúran hafl skipt þínginu
í 3 hluti. Er hinn austasti hlutinn milli Jökulsár (Fúla-
lækjar) og Markarfljóts, miðhlutinn milli Markarfljóts og
ytri Rángár, en hinn vestasti milli ytri Rángár og Þjórs-
ár. Verða þá 2 goðorð í landnámi Ketils hængs, og
er það sennilegt, enda erbæði austasti og vestasti hlut-
inn, einkar vel lagaður til að hafa verið goðorð fyrir sig,
en miðhlutinn er skiptur í fleiri hluta, einkum eru Land-
eyar nokkuð afskekktar, því Þverá, sem er allmikið vatn,
skilur þær frá. Þegar maður á hinn bóginn lítur yflr
iandnáms ættirnar í þínginu, þá sést af sögum, að goð-
orð hafa gengið í tveim þeirra, Hofsverja- og Dalverja-
ættum, þar að auk er Mörður gýgja talinn með mestu
höfðíngjum og líkur eru til, að goðorð liafl gengið í
Hólsmanna ætt. Nú lítur svo út í fljótu áliti, sem allir
þessir nema Hólsmenn, hafl átt mannaforráð í miðhlut-
anum, milli fljóts og Rángár, því Jörundur goði bygði
fyrir vestan fljót og reisti þar hof mikið, og Runólfur
í Dal átti þíngmenn um Landeyjar, en auðvitað er að
Hofsverjar hafa átt þíngmenn um Rángárvöllu ena evstri.
Virðist þá vera um tvennt að gjöra, annaðhvort að hvor-
irtveggja hafa átt hið sama goðorð — en þá verða þar
svo margir höfðíngjar á sama tímabili, að það getur ekki
staðist — eða þessar tvær ættir hafa haft tvö forn goð-
orð i landnámi Ketils hængs, en þá er ómögulegt að