Tímarit - 01.01.1869, Blaðsíða 10
10
6. Jón Böðvarsson, prestur í Reykholti, dó 1657 ;
hans faðir
7. Böðvar Jónsson, prófastur í Reykholti, dó 1626 ;
hans faðir
8. Jón Einarsson (bróðir Gissurar biskups Einarsson-
ar), prófastur í Reykholti, dó 1591 eða 1592;
hans faðir
9. Einar Sigvaldason (bróðir Ilalldóru, abbadýsar á
Kirkjubæjarklaustri), hans faðir
10. Sigvaldi Lángalíf íliugason, bjó austur á Síðu; ætt
sú er frá honum er, nefnist Lángalífs ætt;
hans faðir
11. íllugi hinn svarti; hverrar ættar hann hafl verið,
er eigi nefnt, en móðir Sigvalda var Ólöf, dóttir
Lopts hins ríka Guttormssonar; heflr íllugi ver-
ið fæddur snemma á fyrra hluta fimtándu ald-
ar, á að gitska 1410 eða litlu seinna.
2. gr.
3. Guðríður Gísladóttir hét hústrú Finns biskups og
móðir Hannesar biskups (hún var systir Magn-
úsar amtmanns Gíslasonar); hennar faðir
4. Gísli Jónsson i Máfahlíð vestra, dó 1715; hans
faðir
5. Jón Vigfússon, biskup á Hólum, dó 1690; hans
faðir
6. Vigfús Gíslason, sýslumaður á Stórólfshvoli, dó
1647, hans faðir
7. Gísli Iiákonarson, lögmaður sunnan og austan á
íslandi, sat í Bræðratúngu, dó 1631; hans
faðir
8. Hákon Árnason, sýslumaður í Klofa á Landi, dó
1608; hans faðir