Tímarit - 01.01.1869, Blaðsíða 15
15
2. gr.
3. Haldóra Árnadóttir, hét móðir Péturs prests Bjarn-
arsonar; hennar faðir
4. Árni Haldórsson, bóndi í Húnavatnssýslu; hans faðir
5. Haldór Hdgason, bóndi í Arnarholti í Stafholtstung-
um; hans faðir
6. Helgi Vigfússon, lögréttumaður i Borgarflrði, bjó
seinast í Stórugröf; hans faðir
7. Vigfús Jónsson; hans faðir
8. Jón Grímsson, í Norðtungu dó 1570; hans faðir
9. Grímur Jónsson, lifði 1517; hans faðir
10. Jón Guðmundsson\ hans faðir
11. Guðmundur, var samtíða sonum Lopts ríka Gutt-
ormssonar, því Jón son hans átti Sesselju Sum-
arliðadóttur Loptssonar; um ætt þessa Guð-
mundar vita menn ekki.
3. gr.
2. Guðrún Jónsdóttir, hét kvinna Péturs presls Bjarn-
arsonar, móðir Péturs prófasts á Víðivöllum;
hennar faðir var
3. Jón Jónsson, bóndi í Tungu í Fljótum; hans faðir
4. Jón Jónsson, smiður, bjó víða í Svarfardal; hans
faðir
5. Jón Oddsson, á Melum i Svarfardal; hans faðir
6. Oddur Bjarnason, á Melum; hans faðir
7. Bjarni Slurluson, á Óslandi lögréttumaður, fæddur
á fyrra hluta 16. aldar; hans faðir
8. Sturla, kallaður Smíðasturla; ætt hans er eigi kunn,
þó nefna hann sumir Vilhjálmsson. Ætt sú,
er frá Oddi er komin, nefnist Melaœtt.
4. gr.
3. tngiriður Eiriksdóttir, hét kvinna Jóns í Túngu og