Tímarit - 01.01.1869, Blaðsíða 84
84
fæddur um 910, en bér um bil 928—9 mun Jörnndur
hafa gipst i síðara sinni, í’órlaugu Hrafnsdóttur. Val-
garður grái er því fæddur um eða litlu eptir 930. Jör-
undur goði mun ekki hafa lifað lángt fram yflr 950. og
þó orðið vel sjötugur. Hefir Valgarður þá verið utan,
en Úlfur tekið við goðorði fyrir fullt og allt, þá hefir
Úlfur verið um fertugs aldur, en Runólfur son hans
hér um bil 10 vetra. Úlfur mun hafa komist á áttræð-
is aldur, þvi hans er getið á þíngi 983, (Njálss. kap.
51.), ef sagan fer þar ekki feðgavilt, að minnsta kosti
var Runólfur þá farinn að búa í Dal, og hefir má ske
verið búinn að taka við goðorði, þó faðir hans væri á
lífi, enda hefir Runólfur þá verið komin yfir fertugt.
Runólfur hefir haft goðorðið fram til 1004—5, þá má
ætla hann hafi selt það í hendur Þorgeiri skorargeir,
þeir frændur áttu hlut í því. Mætti hugsa að t’orgeir
hafi ekki verið búinn að taka við þvi 1004, því hann
hefði ef til vill selt Höskuldi goðorð sitt fyrir sakir Njáls
frænda síns, en hitt er víst að eptir Njálsbrennu telur
Þorgeir sig óbeinlínis með höfðíngjum; «þo ek sé ekki
mikill höfðíngi», sagði hann (Njálss. kap. 132 ). Það
iiggur í orðunum, að hann væri þó í rauninni höfðíngi,
þ. e. yfirmaður, og þá líka goðorðsmaður, því þó þess
séu dæmi, einkum í hinum miður áreiðanlegu sögum,
að auðmenn, aðrir enn goðorðsmenn, sé kallaðir höfð-
ingjar, þá mun það ekki vera meiníngin á þessum stað,
því ef Þorgeir hefði ekki haft mannaforráð, þá mundi
hann hafa sagt: þó ek sé ekki höfðingi. Enda var Run-
ólfur ekki sjálfsagður til alþíngisreiðar 1010, annars
hefði Flosi ekki þurft að skora á hann til þess, en goð-
orðsmenn voru skyldir að ríða til þíngs. Njáll hefir