Tímarit - 01.01.1869, Blaðsíða 32
32
4. Hannes Lárusson Slceving, sýslumaður á Möðru-
völlum í Hörgárdal, dó 1726 ; hans faðir
5. Lárus Hansson Skeving, sýslumaður samastaðar, dó
1722; hans faðir
6. Hans Lárusson Skeving, sorenskrifari í Bergens
stipti í Norvegi, dó 1701 ; hans faðir
7. Lárus Hansson, prófastur í Skevinge á Sjálandi;
hans faðir
8. Hans, hefir lifað snemma á 17. öld.
B. Móðurœtt:
5. gr.
1. Kristín Porvaldsdóttir, hét kvinna síra Páls Ólafs-
sonar og móðir Ólafs prófasts Pálssonar; hennar
faðir var
2. Porvaldur Böðvarsson, prófastur á Holti undir
Eyafjöllum; hans faðir
3. Böðvar Högnason, prestur á Mosfelli, dó 1779;
hans faðir
4. Högni Sigurðsson, prestur á Breiðabólstað í Fijóts-
hlíð, dó 1770; hans faðir
5. Sigurður Högnason, prófastur í Einholtum dó 1732;
hans faðir
6. Högni Guðmundsson, prestur í Einholtum, dó 1679;
hans faðir
7. Guðmundur Ólafsson, prestur í Einholtum, dó um
1652; lians faðir
8. Olafur Guðmundsson, sálmaskáld, prófastur á Sauða-
nesi; hans faðir
9. Guðmundur, hefir lifað á 16. öld, var bóndiáSval-
barðsströnd.