Tímarit - 01.01.1869, Blaðsíða 81
81
eða hvert goðorð hafi verið þínghá fyrir sig og náð
yfir afmarkað svæði, þá er öðru nær en að takmörk
þeirra sé auðfundin víðast hvar. Það sem helzt má
ráða nokkuð af í því efni er Landnáma, borin saman
við náttúrlega skiptíng héraðanna. Sumstaðar má og
ráða nokkuð af sögunum og enda af haustþíngstöðun-
um, þar sem þeir verða fundnir. En það getur villt
sjónir fyrir mönnum í þessu efni, að takmörkin hafa á
ýmsum stöðum verið breytíngum undir orpin, þó mun
það einkum hafa átt sér stað áður en stjórn landsins
komst á fastan fót, eða eptir að henni fór að hnigna
en á meðan hún stóð í blóma mun það hafa verið föst
regla, að þegar einn eignaðist hlut í nokkru goðorði,
i arf eða á annan hátt, að hann átti hann síðan sem
hlut í sama goðorði, en skeitti honum ekki við annað
goðorð, þó hann ætti það áður. Annað, sem líka get-
ur vilt fyrir manni, er það, að goðinn bjó ekki allt af
meðal þíngmanna sinna, þó það væri optast, hann bjó
stundum í öðru goðorði, öðrum þriðjúngi, öðru þíngi
og jafnvel í öðrum fjórðúngi, en hann átti mannaforráð
í. Þannig átti t. d. Arnsteinn þriðjúng í Ljósvetnínga
goðorði, en bjó þó í Öxarfirði, og hefir ef til vill verið
Öxfirðínga goði. Vígaglúmur hélt goðorði sínu þó hann
flytti úr héraði, «hann átti að helga haustþíng» í Eya-
firði eptir það. Það sést af Ljósvetníngasögu, að Guð-
mundur hinn ríki átti Reykdæla goðorð, mun hann hafa
fengið það af Þorsteini Áskelssyni, þegar «hann seldi
af höndum goðorð þeirra Skútu». Þorkell Geitisson fekk
með Jórunni konu sinni hlut í Þveræínga goðorði, —
því Einar tengðafaðir hans hefir náð goðorðinu undir
sig þegar Glúmur var orðinn örvasa, þó bjó Þorkell í
Krossavík eplir sem áður. Og hér eptir mun sýnt, að
6