Gefn - 01.07.1872, Blaðsíða 17
17
Sama er að segja um þetta í Gísla sögu Súrssonar: »heyr
endemi, heyr örlygi, heyr mál mikit, heyr manns bana«. —
Vervitum þvert á móti af orðum sjálfra sagnaritaranna, að
þeir settu sögurnar saman einmitt eptir daglegri ræðu og
munnmælum manna á meðal; í 37 kap. í Hrólfssögu Gaut-
rekssonar stendur: »Man svo um þessa sögu, sem um
margar aðrar, at eigi segja allir einn veg, en margr er
maðrinu, ok ferr víða, ok heyrir þat annarr, sem annarr
heyrir ekki«; og 1 Gaunguhrólfssögu kap. 38: »þá er þat
líkligast, at þeir, er skrifat hafa ok samsett þessi tíðindi,
muni eitthvert hafa fyrir sér haft, annat hvárt forn kvæði
eða fróðra manna sögn«; og í þessum kapítula er þrisvar-
sinnum nefnt »fróðra manna sögn«, og einusinni »frásagnir« ;
en einusinni »fornra nranna sögur«, og tvisvarsinnum »forn
kvæði«. Af því má sjá, að »sögurnar«, það er: munnmæla-
sögurnar« í óbundnum stíl, eru það elsta og upprunalega.
pjóðirnar voru lengi búnar að vera að tala, áður en þær
fóru að yrkja; og allt sem vér höfum ritað hér um þetta
efni, sýnir, að Eddukviðurnar geta ekki álitist svo sem
»goðamál« eða guðdómlegt frummál einhverrar norrænnar
gullaldar, sem margir trúa að til hafi verið, heldur eru
Eddukviðurnar ortar eptir sögum og munnmælum manna,
og sjálfsagt af Íslendíngum eptir kristni. En efnið í þær
hafa þeir ekki fremur búið til sjálfir eða skapað heldur en
nokkurt skáld skapar af engu; efni Eddunnar er ekki ein-
úngis í Jjýskalandi og á Frakklandi, heldur út um allt
Garðaríki og lángt austur í Asíu, eins og vér höfum sýnt,
en það tilheyrir alls ekki »Norðurlöndum« eingaungu; en
búníngurinn og fötin: það er til búið á íslandi. Ásatúngan,
sem kom austanað og komst í mestan blóma á lslandi, hún
er alls ekki bundin við Norðurlönd, eins og menn alltaf eru
að segja; heldur náði hún upprunalega í gegnum allt Garða-
ríki, allt frá Eystrasalti og yfir að Kákasus, eins og vér
lika finnum í öllum sögum, að um þessar slóðir úir af hrein-
um »noiTænum« nöfnum frá svo eldgamalli tíð, að það er á
2