Gefn - 01.07.1872, Blaðsíða 78
78
um sjálft stríðið. þjóðverjaland var orðið eins og lúbarið
hræ, allir bláfátækir, öll vísindi dáin og allur kraptur farinn;
en eiumitt þessa hríð þurfti til þess að nýtt og öflugrá líf
gæti sprottið upp aptur.
J>að er eins og manukynið þurfi þessara hríða til þess
að mannast upp, eins og stormur hristir ryk af laufum og
grösum og regnskúrir reisa dofnaðan blóma. Eptir Yestfals-
friðinn liðu rúm hundrað ár; þá var þ>jóðverjaland ekki
lengur leiksviðið; þá var heljarleikurinn framinn á Frakk-
landi, og það ekki útaf trúnni, heldur útaf tómum verald-
legum hlutum. Frakkakonúugar voru svo eyðslusamir og
svo mikið sællífi við hirðina að það fréttist útum allt, svo
öll þjóðin huevkslaðist á því; ýmsir gáfaðir rithöfundar höfðu
útbreitt fijálslegar og jafnvel hamslausar skoðanir á meðal
alþýðu manna, og af þessum skoðunum og óánægju yfir
stjórnleysinu kviknaði hin mikla stjórnarbyltíng á Frakklantdi,
sem stóð frá 1789 til 1795. Afleiðíngar hennar náðu til
allra enna menntuðu landa; andi manna varð frjálsari og
leiddist til að hugsa um sjálfan sig meir enn áður; af
stjórnarbyltíngunni framgekk Napóleon. sem umturnaði öllum
ríkjum Norðurálfunnar og hófFrakkland svo mikið að ekkert
ríki stóð því jafnfætis. Napóleon féll af því hanti kunni
sér ekki hóf, og eptir hans daga hafa þrjár byltíngar orðið
á Frakklandi með manndrápum og margskonar grimd; en
engin þeirra hefir verið jafn rnikil enni fyrstu og ekki haft
nein veruleg áhrif á allsherjarhlutföll Norðurálfunnar. J>eim
löndum, sem hafa verið fyrir utan þetta, hefir þokað smám
saman á fram af sjálfum sér, en vegna þess hafa þar og
orðið minni sögulegir atburðir.
[>etta eru aðalatriði sögunnar fram að vorum tímum.
Einstaka atburði geta menn ekki nefnt í svo stuttu yfirliti,
og til þess getur enginn ætlast; sagan er heldur ekki í
því inni falin að vita fjölda af ártölum og manna nöfnum.
Hér er tilgángurinn einúngis sá, að sýna ena helstu aðal-