Gefn - 01.07.1872, Blaðsíða 34
34
þjóðölfi í Ýnglíngatali og Eyvindi í Hákonarmálum, sem
snerta þenna hlut, sanna ekkert, af því maður veit ekkert
víst um Eyvind og f>jóðólf, nema það sem maður trúir;
það er líka svo lítið að þess gætir ekki. f>egar seinna
kemur niður í tímann, þá fjölgar Yölsúngakenníngunum,
einkum í Bjarkamálum og hjá Braga. f>egar f>orfinnur kvað
um dráp Fofnis fyrir Ólaf belga (Fornm. S. 5, 234), eða
f>jóðólfur Arnórsson um f>ór og Geiröð og síðan um Sigurð
og Fofni fyrir Harald harðráða (Fornm. S. 6, 361-362): þá
finnst þar enginn »eddu« -keimur í, ekki ein einasta Völs-
úngakenníng, ekki eitt einasta orð, sem geti getíð mönnum
hina minnstu átyliu fyrir því, að til hafi verið nokkur kvæði
sem hafi »lifað á vörum þjóðariunar*; þeir hafa þvert á
móti ekkert þekt til neinna slíkra hluta, því það er óhugs-
andi að það hefði ekki hlotið að merkjast við svo einstak-
legt og sérlegt tækifæri sem þetta er. Vér ályktum því
hér af, að slík kvæði hafi ekki einúngis ekki verið til í
Noregi, heldur og, að hafi þau þá þegar verið orðin til (o:
á íslandi), þá hafi þau verið innan mjög þraungra vebanda,
og að ekki einúngis engir nema íslendskir menn hafi ort
Eddukviðurnar, heldur hafi og engir aðrir nokkurhtíma þekt
þær. f>essi ályktan er grundvölluð á öllum enum ofannefndu
stöðum, en ekki sprottin af neinni hlutdrægni; þvert á móti
viljum vér kannast við aðra sannleika, ef nokkur getur komið
með þá; en vér látum oss ekki nægja með sleggjudóma og
ósannað uppástand, hvort sem það heldur er svo stílað. að
Eddukviðurnar sé svo fagrar og ágætar, að það sé óhugs-
andi að Íslendíngar hafi gert þær, eða það er barið blákalt
áfram, að þetta sé allt gert í Noregi. í sambandi hér við
stendur það, að það hefir ekki getað dulist mönnum, að
málið á Eddukviðunum er í raun og veru únglegra í anda
en á ýmsum öðrum kvæðum og ritum; það er og miklu
ýngra en rúnamálið, sem sýnir norramt mál í enni elstu
myud sem vér þekkjum. En ef rúnamálið er frá 8-10 öld,
eins og sagt er, og Eddukviðurnar frá 6-7 öld, eins og lengi