Gefn - 01.07.1872, Blaðsíða 88

Gefn - 01.07.1872, Blaðsíða 88
88 að heyra hann leika. Hann var hár og magur, fölur og skarpleitur; augun að jafnaði dauf og djúpt sokkin, ennið mikið og hárið í síðum hrafnsvörtum lokkum; nefið hátt og bogið; hann glotti opt við tönn og sýndist þá hvumleiður álengdar, en nærri að líta var hanu góðmannlegur og meinlaus að sjá; hann gekk eins og á nálum, eins og hann varla vildi koma við jörðina og var yfir höfuð mjög öðruvísi en aðrir menn. Aður en hann snerti fiðluna, þá var hann opt að sjá svo sem hann væri í andarslitrunum; hann var eins og nær óviti og gat varla staðið á fótunum; en þegar hann snerti strenginn með boganum, þá var eins og leiptr- andi eldíng færi í hann og allir hans vöðvar þrútnuðu af ógurlegum krapti; hann skar loptið með boganum eins og með hvínandi sverði og þá var sem eldur brynni úr augum hans; hendur hans voru stórar og magrar og var sem hann nísti með járngreipum lífshljóð og náhijóð úrhverjum streng; það var eins og allt væri á ferð og flugi og eins og fiðla og bogi mundu brotua í sundur, og yfir höfuð er sagt að ómögulegt sé að lýsa honum og aðferð hans með neinum orðum. Hann gerði og það sem enginn anuar hefir getað: hann skar alla þrjá fiðlustrengiua frá og lék á einn einasta streng með sömu hljóðum, og var kallað furðuverk. Arið 1832 var Paganini í París. Hann hafði þá ein- hverju sinni leikið, en sýktist snögglega, og flaug sú fregn út um alla Parísarborg að hann hefði veikst af taugaveiki og mundi kannske hrökkva upp af. það var annars ekki í fyrsta sinn, að Paganini vildi þetta til, því hljóðfegurð og saungur töfraði hann því nær ætíð svo í hvert sinn sem hann lék, að hann oftók sig og varð mjög eptir sig. í þetta sinn sýndist illa standa á fyrir Paganini, því hann horaðist upp á örstuttum tíma og hékk varla saman; öll hans bein skröptu í skinninu og hendurnar á honum gerðust líkar kögglum þeim sem guðhræðslan hefir fundið upp á að mála sem huggunarmerki fyrir eilííðina. Menn þóktust ekki sjá annað fyrir, en að Nikolas mundi nú detta í sundur og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94

x

Gefn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gefn
https://timarit.is/publication/93

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.