Gefn - 01.07.1872, Side 88

Gefn - 01.07.1872, Side 88
88 að heyra hann leika. Hann var hár og magur, fölur og skarpleitur; augun að jafnaði dauf og djúpt sokkin, ennið mikið og hárið í síðum hrafnsvörtum lokkum; nefið hátt og bogið; hann glotti opt við tönn og sýndist þá hvumleiður álengdar, en nærri að líta var hanu góðmannlegur og meinlaus að sjá; hann gekk eins og á nálum, eins og hann varla vildi koma við jörðina og var yfir höfuð mjög öðruvísi en aðrir menn. Aður en hann snerti fiðluna, þá var hann opt að sjá svo sem hann væri í andarslitrunum; hann var eins og nær óviti og gat varla staðið á fótunum; en þegar hann snerti strenginn með boganum, þá var eins og leiptr- andi eldíng færi í hann og allir hans vöðvar þrútnuðu af ógurlegum krapti; hann skar loptið með boganum eins og með hvínandi sverði og þá var sem eldur brynni úr augum hans; hendur hans voru stórar og magrar og var sem hann nísti með járngreipum lífshljóð og náhijóð úrhverjum streng; það var eins og allt væri á ferð og flugi og eins og fiðla og bogi mundu brotua í sundur, og yfir höfuð er sagt að ómögulegt sé að lýsa honum og aðferð hans með neinum orðum. Hann gerði og það sem enginn anuar hefir getað: hann skar alla þrjá fiðlustrengiua frá og lék á einn einasta streng með sömu hljóðum, og var kallað furðuverk. Arið 1832 var Paganini í París. Hann hafði þá ein- hverju sinni leikið, en sýktist snögglega, og flaug sú fregn út um alla Parísarborg að hann hefði veikst af taugaveiki og mundi kannske hrökkva upp af. það var annars ekki í fyrsta sinn, að Paganini vildi þetta til, því hljóðfegurð og saungur töfraði hann því nær ætíð svo í hvert sinn sem hann lék, að hann oftók sig og varð mjög eptir sig. í þetta sinn sýndist illa standa á fyrir Paganini, því hann horaðist upp á örstuttum tíma og hékk varla saman; öll hans bein skröptu í skinninu og hendurnar á honum gerðust líkar kögglum þeim sem guðhræðslan hefir fundið upp á að mála sem huggunarmerki fyrir eilííðina. Menn þóktust ekki sjá annað fyrir, en að Nikolas mundi nú detta í sundur og

x

Gefn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gefn
https://timarit.is/publication/93

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.