Gefn - 01.07.1872, Blaðsíða 9
9
hafi horfið, }>á rísa þær upp aptur og aptur; þó þær optlega
afmyndist, þá ná þær ávallt aptur enni sömu fullkomnu mynd.
Ef þær ekki hefðu verið einn aðalhluti af sálarinnar ljómandi
morgungjöf, sem hón þáði af skaparanum í upphafi veraldar,
þá mundi engin trú hafa getað myndast, og túngur englanna
mundu hafa hljómað fyrir evrurn mannanna eins og málmur
og hvellandi bjalla. Ef vér gerum oss þetta skiljanlegt, þá
munum vér líka skilja orð Augustíní, þótt ýmsir hafi
hneykslast á þeim: »f>að sem vér nú köllum »kristni«, var
einnig til hjá fornmönnum, og var ávallt til frá upphafi
mannkyns, þángað til Kristur tók á sig holdlega mynd: þá
var sú hin sanna trú, sem alltaf hafði verið til, kölluð
Kristni.« Hér af skiljum vér og orð Ktists, sem Ebrear
hneyksluðust á, þegar hann sagði við höfuðsmanninn í Ka-
pernaum: »Margir munu konta frá austri ogvestri, og sitja
til borðs á hitnnum með Abram og ísak og Jakob.«
Af þessu, sem nú er sagt, getur hverr og einn skilið,
hversu rángt það væri, ef menn skyldu íntynda sér að
Ásatrúin væri upp runnin hér á Norðurlöndum eða sérleg
eign Norðurlanda, sem þau gæti hrósað sér af svo sem til-
heyrandi þeim einum og engum öðrum. Að hún sé komin
til vor frá Asiu, hefir Finnur Magnússon fvrir laungu sannað
með órækum rökum. Eddufræði Finns og hans Lexicon
mythologicum eru enar lærðustu bækur. sem ritaðar hafa
verið um þetta efni, og úr þeim hókum hafa lángflestir
híngað til haft sinn vísdóm, en fæstir hafa verið svo ærlegir
að segja frá því, hvaðan þeim kæmi hann; þvert á móti
gerðu menn sér að skyldu að rífa Finn niður fyrir það sem
var deginum ljósara og sem hann vissi miklu betur en aðrir.
Um þetta sannfærumst vér því meir sem vér notum rit haus
betur; vér finnum þar ijölda af setníngum og samlíkíngum,
sem menn eru að koma með enn í dag svo sem sínar eigin
spánýjar uppgötvanir, þó Finnur hafi sagt það fyrir meir
en fjörutíu árum. Skoðan Finns á eddutninni, nefnilega að
hún sé tóm náttúrutrú, er hin einasta rétta skoðan og marg-