Gefn - 01.07.1872, Blaðsíða 75
75
höfuðpresta og umboðsmenn drottins); veldi þeirra jókst
mjög og náði yfir Norðurafríku, Sikiley og Spán; Móngolar
steyptu því 1258 og drógu enu seinasta Kalífa um alla
höfuðborgina Bagðað, saumaðau í kvrhúð. Móngolar bygðu
um miðbikAsíu, og hefst saga þeirra á 13. öld með Gengis-
Kan, og það voru hans synir, sem eyddu Kalífaveldinu;
eptir það fóru þeir eins og logi yíir akur vestur á bóginn,
brendu og brældu hvar sem þeir komu og mundu hafa lagt
undir sig alla Norðurálfuna, ef þeir hefðu ekki sjálfkrafa
snúið aptur. Annars stofnuðu þeir ríki í Kína, Síbiríu og
Kússlandi (þar uefndust þeir Kiptsjak eða gullflokkurinn),
en voru allstaðar flæmdir á burtu þegar eptir nokkur ár;
þeir mögnuðust aptur þegar Tamerlan eða Tímúr kom, en
sú dýrð stóð einúngis um eina öld (1369—1468). Móngolar
urðu fvrsta orsökin til eyðileggíngar ens rómverska austur-
ríkis, því árið 1224 flýðu Tyrkir undan þeim frá heimkynn-
um sínum í Asíu (Kórasan fyrir austan Fersíu) og settust
að í litlu Asíu; þar stofnaði Ósman ríki það sem frægt er
orðið og enn ber nafn hans (hann dó 1316); leið ekki á
laungu áður Tyrkir mögnuðust og þá börðust þeir undir
Bajazet við Tamerlan og biðu ósigur, en Tamerlan hélt
samt ekki yfir til Evrópu, þó nærri væri. Tyrkir settust
að í Evrópu, þar sem nú heitir Tyrkland, því Rómverjastjórn
var orðin ónýt og gat ekki bannað; loksins braut Mahómet
hinn annar Miklagarð árið 1453 og gerði borgina að nýrri
höfuðborg í nýju ríki; en ekki gátu Tyrkir samt gefið borg-
inni nýtt nafn, heldur kölluðu þeir hana »Stambúl«, sem er
afbakan úr grisku (eis tau polin = eistambolin, þar úr er
afbakað Stambul og Istambul). þar með var fallið allt
Rómaveldi.
þar sem Kristur hafði boðað trúna með hógværð og
lítillæti, þá skyldaði Mahómet sína játendur til að boða
trúna með eldi og járni, og þessu fylgdu þeir rækilega, og
misbuðu með öllu móti enum kristnu mönnum, sem heima
áttu í austurlöndum, þjáðu þá og fyrirlitu eins og hunda,