Gefn - 01.07.1872, Blaðsíða 6
6
arisku þjóðir til þess að fara frá Asíu og vestur tilEvrópu;
það er laungu á undan þeim tímum sem um nokkra sögu
er að ta'la; það var laungu fyrr en þærþjóðir urðu til, sem
vér nú köllum Grikki og Rómverja, Germana og Slava. En
hversu sem þessu er varið, þá knúðust þær af enum sömu
hvötum og orsökum, sem enn í dag knýja Evrópumenu yiir
veraldarhafið til Ameríku: menn vilja bæta hag sinn á ein-
hvern hátt (það er eiginlega sérplægni og gróðavon). Annars
eru taldar ýmsar orsakir til þjóðflutnínganna: stundum
ofmikill fólksfjöldi í löndunum (sem rauuar er lítt trúlegt);
stundum náttúruviðburðir (svo sem vatnsleysi af lángvinnum
þurkum); stundum stjórnleg hlutföll. Sólargángurinn verður
fyrir manna sjónurn frá austri til vesturs: í sömu átt gengur
þessi aðalhreifíng þjóðalífsins, og hefir alltaf gengið — hverr
veit hvenær hún muni enda? hverrveit nema allt mannkyn
hverfi þannig smátt og smátt í kríng um hnöttinn frá austri
til vesturs? hverr getur sannað, að eptir nokkrar þúsundir
ára muni Evrópa ekki vera orðin svipt allri menntun og
menntunin þá horfin yfir til Ameríku og Kína, til þess að
hverfa þaðan aptur til Indíalands, þar sem vagga hennar
stóð. og liefja þaðan aptur þessa undursamlegu ferð í kríng um
jarðarhnöttinn ? menntun Evrópu er ekki svo fjarska gömul:
tvær þúsundir eru en hæsta áratala sem vér getum talið;
og geta ekki stórkostlegar byltíngar hrundið henni úr stað,
bæði af náttúrunnar og mannanna völdum? Höfum vér ekki
séð þau ríki eyðileggjast, sem menn hugðu staðfest með
óupprætanlegu magni, andlegu og líkamlegu? Hvað varð um
Rómaveldi, þetta heimsdrottnandi Imperium Romanum ? Hvað
segjum vér nú um það sem Ovídíus kvað um Róm:
Longa sit huic aetas dominaeque potentia terrae,
sitque sub hac oriens occiduusque dies ...
Et quoties steteris domito sublimis in orbe,
omnia sint humeris inferiora tuis ... ?