Gefn - 01.07.1872, Blaðsíða 11
11
+
sveigjast til og frá á sínum stöðum, og eru víða ólíkar, eins
og nærri má geta.
I upphafi Gylfaginníngar eru nefndir þrír guðir: Hár,
Jafnhár og f»riði; allir vita að þessi þrenníng ítrekast hvað
eptir annað hjá öllum þjóðum, Egiptum, Assýrum, Grikkjum
og Indum, eins og Finnur hefir sýnt í sinni bók. En að
ímynda sér að »Hár« merki »hæð«, og »Jafnhár« þann sem
er »jafn að hæð«, það er að minnsta kosti nokkuð magurt.
Ef Jafnhár er »jafn að hæð«, þá er þar í líka mótsögn,
eptir frásögninni í Gylfaginníngu þetta eru líklega arisk
orð í norrænni mynd, og gæti Hár svarað til sanskr. Hara,
sem var einn af enum eldri guðum Inda; h a r i merkir eld
og ena þrjá aðalguði Brama, Visnú og Síva, og enn fleira
(en »Hávi« getur svarað til sanskr. hava, blót, fórn, eða
þá til kavi, skáld, spekíngur, o. s. fr.). Jafnhár er líklega
sama sem Krishna, sem heitir á sanskrit yavanari; en
J>riði getur verið sá guð sem Vedabækur kalla Trita
eða J>ríta, hann sat á heimsenda eins og Heimdallur.
Nafnið Ásgarð hefir Finnur fundið víða um austurlönd;
hér má bæta við samlíkíngunni Aryavarta, sem var
heimkynni ennar arisku frumþjóðar, líklega sama nafnið og
Asagartya, sem seinna varð að Sagartii og merkti þá
þjóð í Medíu: á meðan nafnið fór norður í heim, þá var
það samt kyrt þar suður frá; Azagarium er borgarnafn í
bók Ptolemeusar. Nafn Óðins er ætíð rakið til ens forn-
þýska Wuotan og engilsaxnesks Voden eða Lángbarðanafns
Wódan, og svo fara menn ekki lengra; en það er samt
líklega fremur skvlt enu ebreska Adonoi, á grisku Adonis,
herra, skylt sanskr. adya, sá fyrsti: og enn er ekki sannað,
að það ekki sé sama sem Buddha, eins og Finnur hélt;
menn hafa neitað því, en ekki getað komið með neinar
ástæður á móti bonum. þvert á móti má segja, að eins
og nafnið Buddha og Budha gat orðið í Kína að Fo-to,
eins gat það orðið að Wodan og Óðinn; Budha var hjá
Indum miðvikudaga-guð og grænn að lit; Óðinn var Óðins