Gefn - 01.07.1872, Blaðsíða 65
65
Kumrar (Germanar), Skytar (Norður-Asíumenn), Medar,
Grikkir, Tíbarenar, Moskar og Juakar; af þessum flokki
eru og Keltar, íberar og ítalir. J>etta eru forfeður allra
Norðurálfumanna, sem nefnast aunars einnig »Kákasusmenn«,
af því menn hafa þókst finna fyrirmynd þeirra á meðal
þeirra þjóða, sem byggja Kákasusfjall. þetta fjall eða fjall-
garður liggur á railli Svartahafs og Kaspíhafs frá suðaustri
til útnorðurs og hefir verið einua merkilegast fjall og helg-
ast í fornöld; þar eru himinháir tindar og jöklar, stríðar
ár og vötn, ógurleg gljúfur oghengiflug; en við fjallsræturn-
ar eru fagrir og blómlegir dalir. Elbrus heitir hæstur
tindur á Kákasus og kölluðu Persar enir fornu hann Albordj
eða Borz og héldu þar goðheim; en Grikkir trúðu að
Prometheus hefði verið bundinn þar og þjáður þángað til
Herkúles leysti hann. Á Kákasus byggja enn feikna margar
þjóðir og þar eru töluð svo mörg mál að það heitir einnig
»Túngnaberg« og var af því frægt þegar í fornöld. Yfir
Kákasus leituðu margar þjóðir austanað og einkum í dæld
þeirri sem er á milli fjallsins og Kaspíhafsins; á þessum
stöðum létu fornkonúngar gera járnhlið i gljúfrunum og ýms
vígi til varnar á móti þessum þjóðstraumum, og sérmenjar
þess enn í dag.
Af Sem komu fimm synir, sem urðu forfeður Assýra,
Kaldea, Persa, Araba og Gyðínga. AUar þessar þjóðir heita
Semítar og mál þeirra eru enn semítiski málflokkur. Af
Sem láta menn og vera komnar enar aðrar Asíuþjóðir: Inda
og Tattara (sem Tyrkir eru aptur komnir af), Síbiríuþjóðir,
Móngola og Malaja. (þessum Móngolum og Malajum mega
menn ekki blanda saman við enn móngolska og malajska
mannflokk, sem felur í sér marga þjóðflokka; en hér er
einúngis um einstakar þjóðir að tala).
Ham átti fjóra sonu, og af þeim eru komnir Negrar í
Afríku, Egiptar, Föníkar og Kanaansmenn.
þetta er raunar allt saman á undan enum sögulega tíma,
og þessa ættleiðíngu getum vér ekki sannað af öðru en því
5