Fréttir frá Íslandi - 01.01.1887, Síða 1
I. Löggjöf og landsstjórn.
Stjórnarskrármálið í héröðum ; afdrif pess á J)ingi. — Ný iög staðfest, —
Lagasynjanir.—pingsályktanir, og stjórnarsvör (Fensmark).—Fyrirspurnir.
—Bankinn,—Leigubreyting á kgl. ríkisskuldabréfum.—Dómar og málaferli.
— Verðlagsskrár. — Embættaskipanir. o. fl.
Hið sögulegasta af viðburðum þessa árs er óneitanlega
rekstur stjórnarskrármálsins í hérööuin og afdrif þessá alþingi.
pess var getið í Fr. f. á., bls. 8, að það mál hefði eins og legið að
miklu leyti í þagnargildi eftir úrslitin það ár. Og svo leið á vet-
urinn, að ekki var að marki við það átt í ræðum né ritum, enda
töldu þá flestir fylgismenn málsins það sjálfsagt, að málið yrði
tekið fyrir og samþykt, annaðhvort óbreytt frá frumvarpi þings-
ins eða með litlum breytingum til samkomulags, á því reglu-
lega alþingi, er halda skyldi um sumarið, og þyrfti því síður frek-
ari orðum að því að eyða, sem þingmenn væru hinir sömu. En
undir eins og á þessari skoðun bólaði opinberlega (í »|>jóðólfi«),
fóru og að heyrast raddir um það, að best mundi að látamál-
ið hvílast á þessu þingi vegna hins óhagkvæma ástands
landsins; fór á því að bera, að hugir manna beindust nú
mjög að því, að reyna einhvern annan veg enn þann, er nú
hafði verið farinn, til að halda málinu þó áfram og vakandi,
enn með minna kostnaði. Einn af forvígismönnum málsins
(Jón Sigurðsson) hafði þá þegar í blaðinu »Norðurijósið« minst
á ávarp til konungs um málið sem einn úrræðaveg til að
halda því áfram 1 stað frumvarpsleiðarinnar, án þess þó að
ráða til þess. Að þessu tóku nú að hneigjast allir þeir, er
þnari vóru í sóknum og það því fremur, sem þessi aðferð los-
aði menn við nýtt aukaþing. Enn nú var kominn tilfinnanleg-
1*