Fréttir frá Íslandi - 01.01.1887, Qupperneq 6

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1887, Qupperneq 6
8 Lciggjöf og landsstjörn sampykkis án ágreinings. Yið fyrstu atkvæðagreiðsln um frum- varpið í lieild sinni greiddi einn (dr. Gr. Th.) atkvæði móti pví; við aðra urðu þeir 7 (auk Gr. Th.: J>ór. Böðv. og Jón pórarinsson, Jónas Jónassen og forsteinn Jónsson, Eiríkur Briem og torlákur Guðmundsson), enn samþyktu þó flestar hinar einstöku greinir, og við þriðju höfuðatkvæðagreiðslu bættist einn við þessa 7: Lárus Haldórsson, nefndarmaðurinn. TJrðu þannig alls 8 til að greiða atkvæði móti framgangi máls- ins í neðri deild. Aðrir, er liikandi höfðu verið, greiddu nú atkvæði með frumvarpinu, er þeir sáu engin önnur úrræði mál- inu til verulegs og viðunandi framhalds. Landshöfðingi taldi frumvarpið með breytingunum gert óaðgengilegra fyrir stjórn- ina, ef það annars hefði getað orðið, þar sem það hefði aldrei komið og kæmi því síður nú til mála, að stjórnin aðhyltist það, enda ekki nokkur stjórn í heimi; þó talaði liann liins vegar um, að ýmsar misfellur hofðu verið lagaðar; samt væru inargar eftir ; enn aðfinningar hans þóttu nú sýna ber- lega, að hann áliti sjálfur, að ekkert yrði gert í því aðalefni, er stjórnarbreytingin fór fram á. Aðrir mótmælendur töluðu með landshöfðingja um misfellur á frumv., án þess þó að koma með breytingartillögur, um óhentugan tíma nú, árangurlausa baráttu um langan tíma, þar sem nú fyrst væri lagt út í nýja stjórnarbaráttu, et frumv. yrði samþykt af þinginu, að sannan og almennan þjóðvilja vantaði fyrir því, og nú væru þeir neyddir af kappi forgöngumanna málsins að greiða at- kvæði móti því, þótt þeir væru því í raun og veru hlyntir, þar eð því hefði verið dembt inn á þing móti vilja svo margra; sumir (Eir. Br. og Jón þór.) tóku þó ekki til máls móti frumv. Ben. sýslumaður Sveinsson, framsögumaður málsins nú eins og áður, hélt svörum uppi fyrir það, og gekk það þannig gegnum neðri deild (1. ágúst). í efri deild mátti ótt- ast meiri hættu fyrir það, sökum þess, hve sú deild er skip- uð, og auðvitað þótti, að konungkjörnir nú mundu halda vel hópinn, sem oftar gagnvart þjóðkjörnum ; vóru því afdrif þess komin undir því, að hinir þjóðkjörnu fylgdust að sem einn maður í því. Enn öðru var nær, eins og oftar þótti við brenna; þar urðu 2 þjóðkjörnir bændur, Friðrik Stefánsson og Skúli

x

Fréttir frá Íslandi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.