Fréttir frá Íslandi - 01.01.1887, Page 35
I?jargræ8isve?ir.
37
búnaðarraál landsins, »atvinnnveganefndinni«; átti pað að veita
sýslunefndum heimild til að setja samþyktir og vald til að
framfylgja peim, er pær hefðu náð staðfestingu amtmanns, að
sínu leyti eins og fiskveiðalögin gera, alt til að sporna við
horfelli á skepnum; enn petta frumvarp féll í efri deild, par
sem menn vildu að eins skerpa eitthvað horfellislögin frá 1884,
sem litlu hafa pótt áorka til bóta í pví efni; eins fór um
annað frumvarp nefndar pessarar: almennar reglur fyrir pjóð-
jarðasölu, enn priðja framvarp hennar: um purrabúðarmenn,
sampykti pingið, eins og áður er getið.
Isfirðingar höfðu petta ár undirbúning með að halda
næsta ár búsJcaparsýningu hjá sér. — Ekki vildi pingið sinna
peirri tillögu stjórnarinnar, að veita í fjárlögum 2000 kr. til
að koma ísl. sýnismunum á sj'ningu pá, er halda skyldi næsta
ár í Khöfn ; taldi pað hana pýðingarlitla hljóta að verða fyrir
ísland. Samt gerði forstöðunefnd sýningarinnar fyrir tilmæli
stjórnarinnar, einkum landshöfðingja, íslendingum ýms vil-
kjör með sendingu muna; verður svo að geyma Fr. næsta
árs frekari frásögn pessa.
Oarðyrkja tókst mjög vel petta ár á suðurlandi og fer
áhugi á henni allmikið í vökst; einkum gerðu menn víðs vegar
um land tilraunir með sáning í vermireiti eftir fyrirsögn Schier-
becks landlæknis og lánaðíst vel. Eélagsmenn »Garðyrkjufé-
iagsins« vóru petta ár 262; hafði féiagið varið 470 kr. til fræ-
kaupa og fræinu mestmegnis útbýtt til félagsmanna fyrir til-
lögin; enn 630 kr. höfðu félaginu alls goldist í tillögum pang-
að til ; átti pað pá um 350 kr. í sjóði auk nokkurra fræ-
birgða.
— í sambandi við Fr. fyrri ára skal pess hér getið, að
sýslunefnd Suðurpingeyjarsýslu var 17. ágúst veitt 1800 kr. lán
úr viðlagasjóði í viðbót við 5000 kr.áður til handa Magnúsi |>ór-
arinssyni á Haldórsstöðum til að fullkomna tóvinnuvélar.
Veislun oít vöruveiö. petta ár lifnaði aftur dálítið yfir
versluninni, enda jókst vörumagnið einkum frá sjávarsíðunni,
og pær vörur eða saltfiskurinn komst jafnframt í mun hærra
verð. Með hross og sauðfé og afurðir pess gekk pó verslunin
hér innanlands líkt eða jafnvel í sumu miður enn áður; bar
ejnkum filfinnanlega á pví norðanlands og austan.