Fréttir frá Íslandi - 01.01.1887, Side 43

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1887, Side 43
Heilsufar og lát hcldri raanna. 45 f. 17. maí 1811 á þórðarstöðum í Fnjóskadal, var 3 ár til kenslu hjá Jóni lærða í Möðrufelli og útskrifaðist úr Bessa- staðaskóla 1833, enn vígðist 1836 sem aðstoðarprestur séra Eiríks J>orleifssonar á póroddstöðum í Kinn og fékk pað brauð að honum látnum 1843, fékk |>ingeyraklaustur 1862 og Breiða- bólsstað í Vesturhópi 1868, og fékk par lausn frá prestskap 1883 og fluttist að J>verá og lést par 14. apríl. Hann sat á pingi fyrir Suðurpingeyjarsýslu 1853, ’55 og ’57. Páll Sigurðsson (bónda Jónssonar), f. 16. júlí 1838 að Bakka i Vatnsdal í Húnavatnssýslu; komst í Keykjavíkurskóla 1855 fyrir tilstuðlun ólafs dbrm. Jónssonar á Sveinsstöðum, og útskrifaðist paðan 1861 og úr prestaskólanum 1863; varð síðan heimiliskennari hjá f>órði kammeráði Guðmundssyni sýslu- manni á Litlahrauni og kvongaðist dóttur hans, Margrétu Andreu; 1866 fékk hann Miðdalsprestakall í Árnessýslu og vígðist pangað s. á.; fékk Hjaltabakka í Húnavatnssýslu 1870 og Gaulverjabæ í Árnessýslu 1880, og sótti um Júngeyraklaust- ursbrauð petta ár og var rétt að pví komið að veita honum pað, er hann lést 23. júlí af fótbroti og liðhlaupi eftir litla byltu. Eftir hann liggur prentuð skáldsagan »Aðalsteinn« (sbr Er. 1879, bls. 29) og önnur skáldsaga, »Draummaðurinn«, prentuð nafnlaus í »Norðlingi« (3. ári 1877, 59.-86. dálki), auk ýmissa blaðgreina. Hann var latínumaður einhver hinn besti af yngri mönnum, enda mikill hæfileikamaður. Sigurgeir Jakobsson (dbrm. og umboðsmanns Péturssonar á Breiðumýri), f. 27. ágúst 1824 á Stóru-Laugum í |>ingeyjar- sýslu, útskrifaður úr Evíkurskóla 1850, úr prestaskólanum 1852, og var vigður til Breiðuvíkurpinga 1854, enn fékk Grundar- ping 1860. Að öðru leyti skal vísað til Fr. 1882, bls. 8, um prestskap og embættismissi hans eftir hæstaréttardómi. Hann lést í mars(?). Sigurður Sivertsen r. af dbr. (son Brynjólfs dómkirkju- prests Sigurðssonar og Steinunnar Helgadóttur, móður Helga byskups, eftir fyrra mann hennar Guðmund |>órðarson versl- unarmann í Hafnarfirði), f. 2. nóv. 1808, útskrifaður úr Bessastaðaskóla 1829, og vígður 1831 sem aðstoðarprestur föð- ur síns að Útskálum og fékk pað brauð að honum látnum 1837 og var par síðan, til pess er hann sagði af sér prestskap í

x

Fréttir frá Íslandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.