Fréttir frá Íslandi - 01.01.1887, Side 56
58
Islendingar í Yesturheimi.
blaði pessu [.,Morgénbladet“] í „bréfum frá íslandi“ eru par sérstök mál
og sérstakir menn dregnir fram, þannig að oss virðist, að per-
sónuleg óvild tali þar mjög svo milli lina“. Stjórnarmalinu á [eira
árum er þar fió haldið fram í anda Jóns Sigurðssonar og á líkan hátt og
alpingi gerði síðan 1885 og 1886, enda eru þessi bréf ekki með öllu [ivðing-
arlaus fyrir söguna í því máli; enn þýðingarlítil má þó segja þessi bréf og
önnur slík fyrr og siðar yfir höfuð, þvíað það vill alt af verða, sem stóð í
því blaði ,,J)jóðólfs“. er áður var nefnt, að nafnleysi greina-höfundanna og
ábyrgðarleysi þeirra „teygi þá upp til að segja fréttirnar svo eða svo sökum
persónulegra hvata“; hefir upp á síðkastið einkum farið ilt orð
í því efni af „biéfum frá íslandi11 í blöðunum „Dagbladet11 og „National-
tidende“ út af stjórnarskrárbreytingunni og öðrum fleiri slíkum bréfum bæði
með og móti henni. — Aftur á móti hafa oft komið allgóðar og rækilegar
greinir í dönskum blöðum um mál vor íslendinga (sbr. bls. 17).
IX. íslendingar í Vestnrheimi.
TJtflutningar til Yesturheims urðu liéðan af landi þetta ár
meiri enn nokkru sinni áður, og vóru þeir alls taldir um 2000]
er fluttust nú vestur; einkum fóru menn úr norðursýslum
landsins, eins og vant er, sökom harðærisins nú; þar á meðal
einn prestur, Magnús Jósefsson (Skaftasonar) í Hvammi í Laks-
árdal, er þótti hafa orðið að skilja Iniður vel við ; varð hann
prestur íslendinga í Nýja-íslandi, er vestur kom. íslendingar
vestra fengu og annan prest, Níels Steingrím forláksson, er
vestur hafði flutst 1873 og síðan gengið í latínuskóla norskan
1 Yesturheimi og mentast í guðfræði 1 Kristjaníu. A þessu ári
var líka vígð hin fyrsta íslenska kirkja vestra, í Winnipeg,
»mikið hús og veglegt« ; annars virtist kirkjufélag íslendinga
eiga að ýmsu leyti fremur í vök að verjast; auk þess sem
margir standa enn þá fyrir utan það, vóru íslenskir menn að
smeygja inn óróa- og efa-kenningum, svo sem kenningum
a’Önítara* ; vóru rit og ræður þess efnis eftir Kristófer Jan-
son, skáldið norska, sem oss er kunnur frá þjóðhátíðinni 1874,
enn nú er prestur vestra, þýddar á íslensku af Birni nokkrum
Péturssyni; gegn þeim barðist formaður kirkjufélagsins séra Jón
Bjarnason. Annars segjum vér fátt af hag íslendinga þar
vestra þetta ár. Nýja ísland varð að lögbundnu sveitarfélagi
og 2 nýjar íslenskar nýlendur mynduðust, »Álftavatnsnýlenda«
og önnur í Qu’Appelle-dalnum ; þess má geta, að nokkuð fóru