Fréttir frá Íslandi - 01.01.1887, Qupperneq 57

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1887, Qupperneq 57
Islendingar í Vesturheimi. 59 að aukast undir árslokin peningasendingar íslendinga vestra heim til lslands til styrktar útflutningi frænda og vina; að öðru leyti bar enn pá lítið á skiftum peirra við »gamla ættlandið«, nema lielst í bókakaupum, að bréfaskiftum frátöld- um ; pó vöknuðu ýmsir menn par til hluttekningar gagnvart bágindunum hér á landi, enn peim bárust orðum auknar sög- ur af peim (sbr. bls. 34), og var ekki trútt um, að menn par festu of mikinn trúnað á mishermið ; kom pað fram í tillög- um peirra, sem vildu, að allir íslendingar hér eða að minsta kosti sem flestir yrðu fluttir vestur, og vóru gerðar tilraunir til að koma slíku áleiðis, og eins pótti bóla á skökkum skoð- unum íslendinga par á ástandi og hag íslendinga hér í ýms- um öðrum efnum og jafnvel að litið væri smám augum á landið í heild sinni; enn ágætlega tóku peir við vesturförum héðan, eins og vant er, og spöruðu engan kostnað til að hjálpa peim ; eins sendu íslenskar konur í Winnipeg dálítið sam- skotafé til hjálpar purfalingum hér, sérstaklega peim, sem hjálp- arpurfa urðu í Vindhælishreppi eftir mannskaðann (sjá bls. 41), og til fleiri samskota var stofnað til handa bágstöddum mönn- um hér á landi. pó lét einn vesturfari, kominn heim petta ár, afarbáglega af hag íslendinga vestra, einkum í Dakota, enn í »Heimskringlu«, er vaknað hafði upp aftur 15. mars, var pað lýst orðum aukið, enda hagur almennings par talinn viðunan- lega góður, og sögðu mörg trúanleg bréf hið sama, og víst var um pað, að uppskeru töldu menn par hjá sér í langbesta lagi petta ár; enn hérlend blöð gerðu allmikið úr sögusögnum manns pessa, enda fór nú að brydda á meiri mótspyrnu hér gegn Vesturheims-ferðum enn áður. Enn á alpingi höfðu ver- ið sampykt viðaukalög við útflutningalögin 14. jan. 1876 til að girða fyrir strok manna (sbr. og lögin um sveitarstyrk og fúlgu á bls. 12) og einkum, að útfarar væru ekki táldregnir af útflutningastjórum eða umboðsmönnum peirra, svo sem með biðum á útfararstöðum ; enn um 300 vesturfarar höfðu um sumarið orðið að bíða á Borðeyri í 7 vikur eftir skipi, pótt reyndar útflutningsstjóri ekki væri sök í pví, pvíað pað sann- aðist, að bæði sökum íss og kæruleysis útgerðarmanna útflutn- ingsskipsins, Camoens, hafði biðin orðið svona löng, og kærðu

x

Fréttir frá Íslandi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.