Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1908, Qupperneq 1
Hinn forni kaupstaður „at Gásum“.
Eptir
Prófessor Finn Jónsson.
Allir þeir sem eru kunnugir fornsögum vorum vita, að vestan-
vert við Eyjafjörð var að fornu fari allmikill verzlunarstaður, sem
oft er talað um eða getið. Oftast nefnist hann »at Gásum«, en
nefnifall fleirtölu mun aldrei koma fyrir; nú heitir bærinn, sem
stendur rétt fyrir sunnan hann, »Gæsir«. Hvernig á nafni þessu
stendur, verður ekki sagt. Um og eftir 1300 var farið að segja og
vanalegast haft »Gáseyrr« um staðinn, og er eiginlega nafnið á
hinni löngu eyri fyrir utan hina gömlu höfn (sjá 1. mynd). Þetta
kann að koma af þvi, að bærinn Gæsir, sem fyrst er getið í bréfum
um miðja 15. öld, hafi þá verið stofnaður og hafi þá nafnið Gáseyri
verið haft til greiningar frá bæjarnafninu.
Rétt fyrir norðan bæinn var, sem sagt, kaupstaðurinn, og sjást
þar enn vegsummerkin, allmiklar tóttir, líta þær út sem dældir hver
við hliðina á annari og allþykkir veggir á milli — og er eigin-
lega alt ein tótt mætti vel segja, og er þó glögg greining milli
tveggja hluta, efra og neðra. Þessir tóttir eru rétt við sjóinn, andspænis
syðri hluta eyrarinnar, sem nefnd var, og hefir sjórinn brotið framan
af þeim sumum; að norðan og vestan hverfa þær í móa og strand-
aurinn sem verið hefir. Norðaustur frá búðunum er klettur og kall-
ast Skipaklettur. Milli meginlands og eyrarinnar var höfnin að
fornu, en nú er þar svo grunt orðið fyrir framburð úr Hörgá, að
alt er leirur um fjöru og ekkert skipalægi nú. Má vera að einmitt
þetta hafi valdið því, að höfnin lagðist af.
Frá því á 10. öld og fram undir 1400 var hér einn mesti og
fjörugasti kaupstaður landsins. Hans er oft getið allar götur niður
að 1391, en oftast er hann þó að eins nefndur sem lendingarstaður
eða skipauppsátursstaður og getið, er skýrt er frá, að sá og sá hafi
lent þar eða tekið sér fari þaðan til útlanda. Þarf ekki að rekja
það hér. En til eru merkari staðir er sýna, að þar hafa verið mörg
1*