Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1908, Page 2
4
skip í einu (mest 6), og því mannmargt alloft; á skipi gátu verið
verið alt að hundrað manns eða meira; og oft er talað um lands-
menn þar, og jafnvel að þeir hafi dvalið þar löngum stundum, stund-
um mestan hluta sumarsins, bæði menn og konur. Það er því alveg
óhætt að gera ráð fyrir því, að þar hafi á hverju sumri verið saman
komið fólk svo hundruðum skifti; jafnvel er talað um, að fundir
(sáttafundir) hafi verið haldnir þar. Að allmargt fólk hefir verið
saman komið þar sumarlangt sést og af því, að menn hafa fundið
til þeirrar þarfar að byggja sér kirkju, sem síðar verður getið.
Verzlunarvörur þær, sem þar voru á boðstólum, voru auðvitað
þær, sem Islendinga vanhagaði mest um, fyrst og fremst kornvörur,
timbur, vín, öl, dúkar og fleira þess konar. Um malt er talað þegar
á 10. öld (Glúma), timbur sömuleiðis (Reykdæla) Eitt sinn er og
talað um fiskikaup þar; en hér er auðvitað átt við kaup við inn-
lenda menn og líklegast um fisk, er veiddur var þar í Eyjafirðinum
rétt við; þar var einmitt áður en fjörðurinn gryntist svo mjög,
vestan megin, mikill fiskafli, enda sjást enn vermanna-búðatóttir
fyrir neðan sjálfan Gæsa-bæinn Ennfremur hefir þar verið vopna-
sala; en um vörur er annars fremur sjaldan talað beinlínis. í bezta
samræmi við þetta er það, að einu sinni er talað um »allar búðir«
— og sést af því orðatiltæki, að þær hafa ekki verið svo fáar.
Þeir kaupmenn, sem höfðu verzlunina á hendi, hafa eflaust, að
minsta kosti fyrst framan af, verið Islendingar; en mest hafa það
þó vafalaust verið Norðmenn, og er þeirra getið þegar á 10. öld;
viða í sögum er getið um »austmenn« sem kaupmenn á 10. og 11.
öld. Og óhætt er að segja, að frá þvi á öndverðri 13. öld hafa það
eingöngu verið Norðmenn, er ráku verzlun þar sem annarstaðar hér
á landi; þá voru Islendingar hættir að eiga skip í förum, haffær
skip; þetta sést og skýrt af ákvæðinu í Gamla sáttmála (um skipin,
Bem konungur skyldi senda til íslands). Þetta sést og af sumum
skipanöfnunum, sem nefnd eru, Nöfnin Gróbúza, Glóðin, Oxinn,
Steðjákollan, Krapsinn sýna ekkert um það1), en merkilegri eru
nöfnin: Elftrin — þetta er valla íslenzk orðmynd frá 13. öld, held-
ur norsk, = Álftin —, Hólmdœlan, Sunnifusúðin, Unglandsbollinn.
Hólmdælan er vafalaust kölluð svo eftir einum kaupmannsgarðinum
í Björgvin, er hét Hólmadalur; Sunnifusúðin stendur sjálfsagt í ein-
hverju sambandi við hina alkunnu Sunnifudýrkun i Björgvin; Ung-
‘) Steöji var þó Læjarheiti i Eyjafirði (i Glæsibæjarhreppi), en valla felst þó
þaö i skipsheitinn,