Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1908, Blaðsíða 3

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1908, Blaðsíða 3
5 land er líklegast norskt staðarheiti þótt ekki verði að svo stöddu máli sagt, hvar sá staður hafi verið; á íslandi þekkist ekkert slikt staðarheiti. Þess var getið, að stundum hafi Islendingar sjálflr dvalist við kaupstaðinn á sumrin og það lengi. Ekki síður má geta því nærri, að margir hafl dvalið þar aí nærbæjunum dag og dag við kaup eða að gamni sínu, einkum er skip komu, til þess að fregna nýjungar frá Noregi og útlöndum. Hefir þá oft verið sukkað þar og drukkið; að minsta kosti haustið 1317, er »bræður« nokkrir frá Möðruvalla- klaustri komu heim og urðu þess valdir, að klaustrið brann alt; segir svo í sögunni: »Auðun biskup gaf bræðrum þær sakir, at fyrir óskinsamliga meðferð ljóss þess, er þeir höfðu druknir með farit um nóttina, sem þeir kómu af Gdseyri, mundi hafa lagt upp í þá refla, sem í kórnum vóru, en sumt niður í skrúðakistu þá, sem þeir luku upp, því at þar þótti mest upprás eldsins«. Stundum var róstusamt þar, eins og nærri má geta; barsmíðar og vig hafa eflaust komið þar fyrir oft og er stundum getið bein- línis. Þar var það sem Grettir drap Þorbjörn ferðalang. II. Búðatóttirnar eru ekki alllitlar fyrirferðar, og hér um bil 275 álnir frá norðri til suðurs og um 125 áinir frá vestri til austurs, þar sem þær eru breiðastar; yflrborð þeirra er um 5—10 fet yfir sjávarmál. Eins og getið var, hefir sjórinn brotið nokkuð framan af. Einstöku tóttabrot sjást laus frá aðalhvirflngunni. Gegnutn hana miðja frá norðri til suðurs gengur gangur, sem auðsjáanlega hefir verið gata, og skiftir búðunum í 2 raðir, efri og neðri (eða vestari og austari) í norðurenda eystri raðarinnar sést annars bogadreginn gangur, er auðsjáanlega heflr líka verið gata eða búðasund. A yfirborðinu sjást lautir eða bollar alstaðar, svo að tugum skiftir, og víða svo, að gangar hafa verið úr einum í annan; þessar lautir eru hinar einstöku búðir eða klefar; og hafa 4—5 eða fleiri heyrt saman, verið ein heild (eign eins kaupmanns). Aðalinngangur í þær heflr verið að neðan, sjávarmegin, í búðirnar i efri röðinni úr götunni eða gangnum frá norðri til suðurs, sem getið var um. I stöku búðir í efri röðinni hefir inngangurinn verið að vestan (ofan). Auk þess sem grafið var víða í einstöku bolla var ein búð grafin öll eða 5 bollar sem saman heyrðu, sjávarmegin við ganginn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.